fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Hannes ekki sáttur eftir mótmæli í morgun: „Með ólíkindum hvernig þessi óþjóðalýður veður uppi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. september 2024 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum vanræki þá skyldu sína að halda uppi góðri allsherjarreglu.

Hannes átti leið um Keflavíkurflugvöll í morgun þar sem fjölmenn mótmæli fóru fram vegna yfirvofandi brottvísunar hins ellefu ára gamla Yazans Tamimi og fjölskyldu hans.

Yazan glímir við Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóm en hann var sofandi í Rjóðrinu, hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítala fyrir langveik börn, þegar lögreglumenn komu í gærkvöldi og vöktu hann og tilkynntu að komið væri að því að senda hann úr landi.

Yazan litli vakinn í Rjóðrinu – Verður sendur úr landi í dag

Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, sagði í samtali við mbl.is að framkvæmdin væri harðneskjuleg og vinnubrögð lögreglu forkastanleg. Fleiri eru þeirri skoðunar og kom fjöldi fólks saman á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem yfirvofandi brottvísun var mótmælt.

Hannes er ekki sáttur við að mótmælendur hafi fengið að mótmæla inni í flugstöðinni og segist hann í færslu á Facebook-síðu sinni hafa verið áreittur.

„Ég átti leið um flugstöðina í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum vanrækir þá skyldu sína að halda uppi góðri allsherjarreglu, því að hann lét óátalið, að fólkið tróð sér inn í flugstöðina og áreitti fólk (þar á meðal mig), sem var í mesta sakleysi að innrita sig í flug. Þetta fólk mátti mín vegna mótmæla, en ekki inni í flugstöðinni, heldur fyrir utan hana. Það er með ólíkindum, hvernig þessi óþjóðalýður veður uppi.ׅ“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið