fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Hraun gæti náð Reykjanesbraut á innan við einum degi – „Vísbendingar um að virknin sé að færast“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. september 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að hraunrennsli nái Reykjanesbraut á innan við einum degi, jafnvel enn skemmri tíma, í næsta eldgosi á Reykjanesskaga. Þetta er miðað við þær forsendur að það gjósi á svipuðum slóðum og gígarnir sem voru lengst virkir í nýafstöðnu eldgosi.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor og eldfjallafræðingur, segir þetta í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir að vissulega sé um ólíklega sviðsmynd að ræða en möguleikinn sé engu að síður til staðar.

„Við get­um ekki full­yrt hvort gosstöðvarn­ar eru að fær­ast norðar, en það eru vís­bend­ing­ar um að virkn­in sé að fær­ast norður fyr­ir vatna­skil. Ef gossprung­an opn­ast á svipuðum slóðum og gíg­arn­ir sem voru virk­ir sem lengst í síðasta gosi, þá er greið leið fyr­ir hraun­rennslið niður að Reykja­nes­braut. Nýja hraunið auðveld­ar flæði á hraun­rennsl­inu í þessa átt, gjósi næst á þess­um slóðum. Verstu sviðsmynd­ir sýna að hraun­rennsli geti náð Reykja­nes­braut á inn­an við ein­um degi eða jafn­vel skemmri tíma,“ segir Þorvaldur við Morgunblaðið.

Hann segir að viðbragðsaðilar þurfi að hugsa fyrir því hvernig koma eigi umferð til Keflavíkurflugvallar ef allt fer á versta veg. Bendir hann á að leiðin í gegnum Grindavík sé ekki góð og Reykjavíkurflugvöllur beri ekki þá umferð sem fer um Keflavík.

„Þetta er stórt mál og stór­ar spurn­ing­ar sem tengj­ast þessu, sem hef­ur ekki verið svarað enn þá þannig að hægt sé að taka ákv­arðanir um hvernig bregðast eigi við,“ segir hann við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Í gær

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir
Fréttir
Í gær

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Í gær

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“
Fréttir
Í gær

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“