fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Segja að „raunveruleg hætta“ hafi verið á að Rússar beittu kjarnorkuvopnum 2022

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. september 2024 07:00

Rússar voru að sögn ekki fjarri því að beita kjarnorkuvopnum fyrir tveimur árum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var „raunveruleg hætta“ á að myndu beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu haustið 2022. Þetta segir í grein eftir William Burns, forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og Richard Moore, forstjóra bresku leyniþjónustunnar MI6, sem var birt í The Financial Times á laugardaginn.

Í greininni fara þeir yfir stöðu öryggismála á heimsvísu og beina sjónunum sérstaklega að stríðinu í Úkraínu og átökum og deilum í Miðausturlöndum.

Segja þeir að „það sé mikilvægara en nokkru sinni áður“ að viðhalda núverandi pólitískri stefnu hvað varðar stuðning við Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem forstjórar þessara tveggja leyniþjónustustofnana skrifa grein saman í dagblað.

Í greininni leggja þeir áherslu á að Bretland og Bandaríkin muni styrkja og þróa samstarf ríkjanna á sviði leyniþjónustustarfsemi sem sé nú þegar mjög gott og byggi á 75 ára samvinnu ríkjanna á þessu sviði.

Segja þeir að leyniþjónustustofnanir ríkjanna standi saman í að takast á við árásarstefnu Rússlands og Vladímír Pútíns gagnvart Úkraínu. „Það er mikilvægara en nokkru sinni áður að halda núverandi stefnu í málefnum Úkraínu. Pútín mun ekki takast að gera út af við fullveldi Úkraínu og sjálfstæði,“ skrifa þeir og segja að þeir muni halda áfram að aðstoða Úkraínu með því að veita landinu upplýsingar sem stofnanir þeirra afla.

Forstjórarnir leggja einnig áherslu á það í greininni að áfram verði haldið að reyna að stöðva „hamslausa skemmdarverkastefnu Rússa í allri Evrópu“ og „miskunnarlausa misnotkun þeirra á tækni í því skyni að dreifa röngum upplýsingum“ sem eiga að reka fleyg í samstarf NATÓ-ríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir