fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Katrín fékk styrki frá útgerðinni, auðmönnum og fjölskyldu Bjarna Benediktssonar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. september 2024 12:56

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir hefur skilað uppgjöri á framboði sínu til embættis forseta Íslands.

Þar kemur fram að framboðið fékk tæpar 8,6 milljónir í styrki frá lögaðilum og um 41 m.kr. í styrki frá einstaklingum. Katrín lagði svo sjálf fram 3 milljónir og aðrar tekjur framboðsins námu um  4,5 milljónum fyrir seldan varning.

Helstu gjöld framboðsins var rekstur kosningaskrifstofu sem kostaði um 11,9 m.kr. Þá var stærsti kostnaðurinn auglýsinga- og kynningarkostnaður sem nam um 26,5 m.kr. Funda- og ferðakostnaður var 8,7 m.kr. og annar kostnaður rétt rúmar 10 m.kr.

Rekstrarniðurstaða var réttu megin við núllið og skilaði framboðið 276.725 kr. í hagnað. Þessari fjárhæð verður samkvæmt ákvæði í samþykktum Félags um forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur varið til góðgerðarmála.

Af þeim lögaðilum sem styrktu framboðið má nefna fyrirtæki í eigu Einars Sveinssonar, föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, útgerðina Gjögur, Baltasar Kormák og Róbert Wessman.  Hæstu framlög lögaðila komu frá eftirfarandi félögum:

  • BBL 34 ehf. Forráðamaður Baldvin Björn Haraldsson o
  • Arrowhead ehf. Forráðamaður John Heath Cardie
  • Bazzcorp ehf. Forráðamaður Guy Colin Mcleod
  • Vogabakki ehf.  Forráðamaður Árni Hauksson og meðeigendur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Friðrik Hallbjörn Karlsson.
  • Gjögur hf. Forráðamaður Njáll Þorbjarnarson og eigandi Ingi Jóhann Guðmundsson.
  • Ástríkur. Forráðamaður Haukur Óskarsson
  • KPMG ehf. Forráðamaður Hrafnhildur Helgadóttir
  • Klettás ehf og Ötull ehf. Forráðamaður Pétur Bjarnason
  • AZTIQ Consulting ehf. Forráðamaður Árni Harðarson, eigandi Vilhelm Róbert Wessman.
  • Hreyfing ehf. forráðamaður Grímur Karl Sæmundsen.
  • Klapparás ehf. Forráðamaður Árni Hauksson.
  • Vattarnes ehf. Forráðamaður Friðrik Hallbjörn Karlsson og meðeigandi er Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
  • Earth 2.0 ehf. Forráðamaður David A M Wallerstein.
  • Sögn ehf. Forráðamaður Baltasar K Baltasarsson
  • Pólaris ehf. Forráðamaður Einar Sveinsson.

Til viðbótar má nefna framlag frá Viljandi minningarsjóð sem er í eigu Óskars Magnússonar og Sigurðar Gísla Pálmasonar, Kaupfélag Skagfirðinga, Kjarnafæði Norðlenska og skattakóngurinn Pétur Björnsson.

Hæstu framlög einstaklinga komu frá:

  • Eiður Baldvin Baldvinsson
  • Björn R. Ragnarsson
  • Kjartan Örn Ólafsson
  • Aldís Aðalbjarnardóttir
  • Guðrún Elfa Tryggvadóttir
  • Baldvin Björn Haraldsson
  • Ármann Jakobsson

Katrín segir í færslu á Facebook að framlög hafi komið að langstærstum hluta frá einstaklingum en um 1100 styrktu framboðið um ríflega 41,5 milljón. Algengasta framlag einstaklinga var 10 þúsund en að meðaltali styrkti fólk framboðið um 38 þúsund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld
Fréttir
Í gær

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“