fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Tveir stungnir í gistiskýli á Granda og annar þeirra rændur

Ritstjórn DV
Laugardaginn 31. ágúst 2024 18:12

Lögreglan að störfum. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglu barst í dag tilkynning um að tveir aðilar hefðu verið stungnir í gistiskýlinu á Granda. Gerendur voru sagðir tveir og voru varnir að vettvangi þegar samband var haft við lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að ekki var um alvarlega áverka að ræða en annar árásarþoli fór á slysadeild til frekari aðhlynningar. Eins komu upplýsingar frá árásarþola að annar hefði verið rændur í leiðinni.

Skömmu síðar hafði vegfarandi samband við lögreglu og tilkynnti grunsamlega hegðun stutt frá vettvangi. Maður sem passaði við lýsingu af geranda var þar að fela sig undir bifreið. Lögregla handtók manninn og er hann nú vistaður í fangageymslu.

Lögreglan greinir frá fleiri málum í tilkynningu. Aðila var sleppt úr fangageymslu í morgun, en hann hafði verið þar vistaður í nótt. Hann var svo aftur handtekinn í dag eftir að hann veittist að starfsmanni íbúðarkjarna. Hann komst undan lögreglu en sneri til baka nokkru síðar og reyndi að brjóta sér leið inn. Lögregla stóð hann að verki og handtók hann og færði aftur í fangageymslu.

Eins barst tilkynning um aðila sem hafði verið til vandræða á bar í miðbænum og veist að starfsmanni. Sá var farinn þegar lögreglu bar að garði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Í gær

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“