fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Tveir stungnir í gistiskýli á Granda og annar þeirra rændur

Ritstjórn DV
Laugardaginn 31. ágúst 2024 18:12

Lögreglan að störfum. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglu barst í dag tilkynning um að tveir aðilar hefðu verið stungnir í gistiskýlinu á Granda. Gerendur voru sagðir tveir og voru varnir að vettvangi þegar samband var haft við lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að ekki var um alvarlega áverka að ræða en annar árásarþoli fór á slysadeild til frekari aðhlynningar. Eins komu upplýsingar frá árásarþola að annar hefði verið rændur í leiðinni.

Skömmu síðar hafði vegfarandi samband við lögreglu og tilkynnti grunsamlega hegðun stutt frá vettvangi. Maður sem passaði við lýsingu af geranda var þar að fela sig undir bifreið. Lögregla handtók manninn og er hann nú vistaður í fangageymslu.

Lögreglan greinir frá fleiri málum í tilkynningu. Aðila var sleppt úr fangageymslu í morgun, en hann hafði verið þar vistaður í nótt. Hann var svo aftur handtekinn í dag eftir að hann veittist að starfsmanni íbúðarkjarna. Hann komst undan lögreglu en sneri til baka nokkru síðar og reyndi að brjóta sér leið inn. Lögregla stóð hann að verki og handtók hann og færði aftur í fangageymslu.

Eins barst tilkynning um aðila sem hafði verið til vandræða á bar í miðbænum og veist að starfsmanni. Sá var farinn þegar lögreglu bar að garði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás