fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

„Bryndís Klara er dóttir mín. Hún var hjartahlýjasta og saklausasta mannveran sem hefur stigið á þessari jörð“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 31. ágúst 2024 17:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndís Klara Birgisdóttir lést af sárum sínum í gærkvöldi eftir alvarlega árás sem átti sér stað í miðborginni á menningarnótt. Hún var aðeins 17 ára gömul. Faðir Bryndísar, Birgir Karl Óskarsson, vonar til þess að samfélagið læri af þessum harmleik. Hann skrifar færslu inn á Stjórnmálaspjallið:

„Bryndís Klara er dóttir mín.

Hún var hjartahlýjasta og saklausasta mannveran sem hefur stigið á þessari jörð. Hún var of góð, trúði engu slæmu upp á aðra og var ljósberi fyrir alla sem henni kynntust.

Slíkar manneskjur eru í mestri hættu þegar ólíkir heimar skarast.
Það sem ég sé í þessum hóp er kjarni málsins.

Nú þarf að hafa hátt og tryggja með skipulegum og úthugsuðum hætti, að þessi martröð, missir okkar og líf Bryndísar minnar muni leiða til betri veruleika fyrir íslenskt samfélag!

Þessi dýra og óbærilega fórn hennar, skal og verður að bjarga mannslífum.“

Piltur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hann er 16 ára gamall og var handtekinn fljótlega eftir árásina. Bryndís Klara var ein þriggja sem varð fyrir árásinni en hlaut hún alvarlegustu áverkana.

Málið hefur vakið mikinn óhug og vakið athygli á nýjum raunveruleika á Íslandi þar sem ungmenni bera vopn og ofbeldishegðun hefur færst í aukanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás