fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

„Bryndís Klara er dóttir mín. Hún var hjartahlýjasta og saklausasta mannveran sem hefur stigið á þessari jörð“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 31. ágúst 2024 17:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndís Klara Birgisdóttir lést af sárum sínum í gærkvöldi eftir alvarlega árás sem átti sér stað í miðborginni á menningarnótt. Hún var aðeins 17 ára gömul. Faðir Bryndísar, Birgir Karl Óskarsson, vonar til þess að samfélagið læri af þessum harmleik. Hann skrifar færslu inn á Stjórnmálaspjallið:

„Bryndís Klara er dóttir mín.

Hún var hjartahlýjasta og saklausasta mannveran sem hefur stigið á þessari jörð. Hún var of góð, trúði engu slæmu upp á aðra og var ljósberi fyrir alla sem henni kynntust.

Slíkar manneskjur eru í mestri hættu þegar ólíkir heimar skarast.
Það sem ég sé í þessum hóp er kjarni málsins.

Nú þarf að hafa hátt og tryggja með skipulegum og úthugsuðum hætti, að þessi martröð, missir okkar og líf Bryndísar minnar muni leiða til betri veruleika fyrir íslenskt samfélag!

Þessi dýra og óbærilega fórn hennar, skal og verður að bjarga mannslífum.“

Piltur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hann er 16 ára gamall og var handtekinn fljótlega eftir árásina. Bryndís Klara var ein þriggja sem varð fyrir árásinni en hlaut hún alvarlegustu áverkana.

Málið hefur vakið mikinn óhug og vakið athygli á nýjum raunveruleika á Íslandi þar sem ungmenni bera vopn og ofbeldishegðun hefur færst í aukanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð