fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

YouTube-kokkurinn brytjaði elskhugann niður – Frægir foreldrar hans fylgdust með dómsuppkvaðningunni

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 20:30

Daniel Sancho Bronchalo í haldi lögreglu í Tælandi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þrítugi spænski Youtube-kokkur, Daniel Sancho Bronchalo, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Tælandi. Málið hefur vakið þjóðarathygli á Spáni enda er Daniel sonur þekkts leikarapars, Rodolfo Sancho Aguirre og Silviu Bronchalo, sem voru viðstödd dómsuppkvaðninguna. Hefur HBO meðal annars framleitt og gefið út heimildarmynd um málið.

Upphaflega voru taldar miklar líkur á því að Bronchalo yrði dæmdur til dauða fyrir glæp sinn en hann slapp við þann úrskurð í ljósi þess að hann var samvinnuþýður við rannsókn málsins.

Upphaf málsins má rekja til þess að Daniel, sem hefur hélt til tælensku eyjunnar Koh Pha-ngan í ágústmánuði í fyrra þar sem ferðalangar frá öllum heimshornum komu saman að skemmta sér á Full-Moon hátíðarhöldunum heimsþekktu. Þar skemmti Daniel sér meðð kólumbíska lýtalækninum Edwin Arrieta Arteaga, sem var 44 ára.

Daniel hélt úti nokkuð vinsælli Youtube-síðu um matreiðslu

Tælenska lögreglan hefur haldið því fram að með Daniel og Edwin hafi verið elskhugar en sambandið endað svo með ósköpum. Edwin á að hafa hótað því að ljóstra upp um samkynhneigð Daniel sem varð til þess að átök brutust út og Edwin lét lífið. Daniel neitaði hins vegar staðfestlega að Edwin hefði verið ástmaður hans, hann sagðist hafa verið að reyna að verja sig þegar að Edwin reyndi að misnota hann kynferðislega og í þeim átökunum hefði Kólumbíumaðurinn runnið til, rekið höfuðið í baðkar og látið lífið.

Daniel viðurkenndi hins vegar að hafa reynt að hylma yfir andlátið með því að búta lík Edwin niður og losa sig við líkamsleifarnar á tveimur stöðum á tælensku eyjunni og farga til að mynda vegabréfi hans og öðrum hlutum sem hjálpað gætu til að bera kennsl á líkið.

Eins og áður segir taldi dómari málsins að saksóknara hefði tekist að færa sönnur á að ekki hafi verið um slys að ræða. Daniel þarf því að dúsa í tælensku fangelsi það sem eftir er lífsins.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarfélög úr sitt hvorum landshlutanum ræða sameiningu

Sveitarfélög úr sitt hvorum landshlutanum ræða sameiningu
Fréttir
Í gær

Ari segir stærri mál falin bak við kosninguna í dag – „Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna“

Ari segir stærri mál falin bak við kosninguna í dag – „Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna“
Fréttir
Í gær

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Í gær

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín