fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Myndband sýnir atburðarásina við N1 þegar upp úr sauð milli Steingríms og Sveins Elíasar

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 26. ágúst 2024 11:53

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp úr sauð við eina af lokunarstöðvum sem sett var upp vegna Reykjavíkurmaraþonsins um helgina. Eins og DV greindi frá sakaði Steingrímur Ólafsson, sjálfboðaliði, athafnamanninn Svein Elías Elíasson um að hafa keyrt á sig við við bensínstöð N1 við Hringbraut. Í frétt DV um helgina sagði Steingrímur að Sveinn Elías, sem vakti þjóðarathygli þegar hann keyrði um með einkanúmerið NO1DAD á árum áður, hefði verið ósáttur við að vera ekki hleypt í gegnum lokunarstöðina, ausið yfir hann svívirðingum og endað með að keyra á sig með þeim afleiðingum að hann hafi orðið lemstraður eftir atganginn, með verki og rispaður á hnjánum. Sagðist Steingrímur ætla að kæra atvikið til lögreglu.

Sveinn Elías hafi hins vegar allt aðra sögu að segja. Hann hafi þurft að komast í gegnum lokunarstöðina til þess að ná í úlpu og síma sonar síns í bensínstöðinni en Steingrímur hafi sýnt af sér ógnandi hegðun og dónaskap og tjónað bílinn hans. Sagðist Sveinn ekki hafa getað bakkað út af öðrum bíl og til að forða frekari tjóni hafi hann keyrt áfram í gegnum lokunarstöðina. Kvaðst Sveinn ætla að kæra Steingrím fyrir eignaspjöll vegna tjóns sem hann olli á bifreiðinni.

Hér má lesa nánari útskýringar Steingríms og Sveins Elíasar af atburðarásinni.

Við vinnslu fyrri fréttar bárust DV tvö stutt myndbönd sem sýndu þó ekki alla atburðarásina. Í kjölfar birtingu fréttarinnar barst hins vegar lengra myndband af atburðarásinni þar sem sjá má hvað gekk á við lokunarstöðina.

Myndbandið má sjá hér:

marathon.mp4
play-sharp-fill

marathon.mp4

Þetta var þó ekki eina atvikið um helgina þar sem keyrt var á sjálfboðaliða maraþonsins. Vísir greindi frá því að óþolinmóður ökumaður hefði keyrt utan í brautarvörðinn Söndru Rós Hrefnu Jónsdóttur þar sem hún var við störf á Seltjarnarnesi. Sandra, sem slasaðist í atvikinu, sagði ökumanninn einnig hafa ógnað sér ítrekað. Leitaði hún vitna að atvikinu til þess að fara lengra með málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti
Hide picture