fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Margrét segir flest ungmenni bera vopn í varnarskyni – Fangelsi ekki rétta svarið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. ágúst 2024 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent við Háskóla Íslands, segir það alvarlegt að vopnaburður ungs fólks sé að aukast. Margrét var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun.

Óhugnanleg hnífaárás átti sér stað í miðborginni á Menningarnótt þar sem 16 ára piltur stakk þrjú ungmenni með hnífi. Pilturinn var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst næstkomandi, en ungmennin sem urðu fyrir árásinni voru öll flutt á slysadeild og er eitt þeirra í lífshættu.

Í viðtalinu kom Margrét inn á könnun sem hún stóð fyrir ásamt fleirum meðal ungmenna á aldrinum 13 til 16 ára. Í könnuninni var vopnaburður ungs fólks skoðaður og þegar þau voru spurð hvers vegna þau bæru vopn var algengasta ástæðan sjálfsvörn. Segir Margrét að fæst hafi ætlað að nota vopnið til að ráðast á einhvern.

Hvers vegna eru karlar líklegri til að brjóta af sér?

Í viðtalinu var bent á að ungi maðurinn í árásinni á Menningarnótt sé undir lögaldri en þó sakhæfur. Það flæki málið en mikilvægt sé að finna viðeigandi úrræði.

„Það er ekki við hæfi og mun væntanlega ekki bera árangur að nota réttarvörslukerfið til að kljást við svona mjög unga gerendur en það þarf einhvern veginn að bregðast við,“ sagði Margrét sem tók fram að refsing gæti borið árangur en það megi ekki vera refsing sem við hugsum um fyrir fullorðinn einstakling eins og fangelsi.

„Það eru mjög fáir sem koma betri út úr fangelsum heldur en áður en þeir fóru þangað inn, þegar við erum að tala um svona unga aðila,“ sagði hún og bætti við að almennt væru fangelsi slæmur staður til að betra unga gerendur. Aðspurð hvaða úrræði væri þá hægt að grípa til sagði hún:

„Það er ákveðið módel sem er stundum talað um sem uppbyggilega réttvísi þar sem sest er niður með ungum gerendum og þeim er gert skýrt hvaða afleiðingar brotið þeirra hafði og þeir fá jafnvel að heyra í þolendum þeirra lýsa afleiðingunum. Þeir þurfa að taka ábyrgð og þá er þeim komið inn í úrræði og reynt að passa að ungmennin tengist nýjum hópum, jákvæðum félagsskap og fyrirmyndum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti