fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Sækja fjölda veikra ferðamanna í Emstrubotnum og Básum – Minnst 15 börn í hópnum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. ágúst 2024 10:12

Skálar Ferðafélags Íslands í Botnum á Emstrum standa við Laugaveginn, eina vinsælustu gönguleið landsins Mynd: Vefur Ferðafélags Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir á Suðurlandi eru þessa stundina að flytja fjölda ferðamanna sem hafa veikst undanfarinn sólarhring, flestir í Emstruskála. Rétt fyrir miðnætti í gær voru björgunarsveitir kallaðar út vegna hóps skólabarna í skálann í Emstrubotnum. Þar voru að minnsta kosti 15 börn orðin veik af tæplega 50 manna hóp. Komið var með skólakrakkana niður á Hvolsvoll um sjö leitið í morgun.

Björgunarsveitir voru varla komnar í hús þegar beiðni kom um að sækja fleiri inn í Emstrur sem voru orðnir veikir. Einnig bárust tilkynningar um veikindi í Básum, eins og kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Björgunarsveitirnar Dagrenning á Hvolsvelli, Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Bróðurhöndin undir Eyjafjöllum fóru því af stað aftur. Í morgun var svo einnig tilkynnt um göngumann í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi sem hafði snúið sig á ökkla og treysti sér ekki til að halda áfram göngu. Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal fór í það verkefni.

Brottflutningur veikra ferðamanna er unnin í samráði við Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Sóttvarnalækni, sem meðal annars er að flytja aukinn sóttvarnabúnað austur á Hvolsvöll. Sóttvarnabúnaður er í tækjum björgunarsveita sem eru í verkefninu, en ljóst að fljótt gengur á hann þegar þetta margir hafa sýkst.

Aðgerðir snúa einnig að því að ná til ferðamanna sem lögðu af stað fótgangandi frá Emstrum niður í Þórsmörk í morgun, því erfitt getur reynst að sækja fólk á þá gönguleið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Í gær

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað