fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Kona ákærð fyrir kynferðislega áreitni gegn dreng – Sagði hann kynþokkafullan og lofaði honum leikföngum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. ágúst 2024 13:30

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona er ákærð fyrir kynferðislega áreitni gegn barni, en til vara fyrir blygðunarsemisbrot og barnaverndarlagabrot, með því að hafa í októbermánuði 2022, ítrekað viðhaft kynferðislegt og óviðeigandi orðbragð við ólögráða dreng. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness miðvikudaginn 21. ágúst síðastliðinn.

Í ákæru dagsettri 13. júní síðastliðinn kemur ekki fram í gegnum hvaða samfélagsmiðil skilaboðin voru send, en dæmi um skilaboðin sem konan sendi drengnum eru: „U just turned me on, I got toys if I need it, You look hot.

Í ákærunni segir að með orðbragði sínu særði konan blygðunarsemi drengsins með lostugu athæfi og voru skilaboðin vanvirðandi, ósiðleg og særandi. 

Telst athæfi konunnar varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara við 209. gr. sömu laga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 88/2002. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Viðurlög samkvæmt ofangreindum lagaákvæðum geta varðað fangelsi allt að sex árum.

Aldur drengsins kemur ekki fram í ákærunni, en hann er undir lögaldri. Jafnframt er lögð einkaréttarkrafa móður drengsins, vegna ólögráða sonar hennar, er þess krafist að ákærða greiði kr. 2.000.000 í miskabætur með vöxtum. Þá er krafist þóknunar vegna starfa lögmanns skv. mati dómsins eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Miklar líkur sagðar á að Guðlaugur Þór fari fram gegn Hildi

Miklar líkur sagðar á að Guðlaugur Þór fari fram gegn Hildi
Fréttir
Í gær

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg
Fréttir
Í gær

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“
Fréttir
Í gær

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum