fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fréttir

Gliðnun bendir til þess að gosið sé ekki búið að ná jafnvægi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. ágúst 2024 10:21

Myndin er tekin stuttu eftir að gosið hófst þann 22. ágúst. Mynd: Gylfi Hauksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofa Íslands segir að dregið hafi nokkuð úr virkni eldgossins sem hófst á Sunhndúksgígaröðinni í gærkvöldi.

Virknin er nú að mestu bundin við norðurenda gossprungunnar sem opnaðist fyrst og á gossprungunni sem opnaðist í nótt norður af upphaflegu sprungunni.

„Skjálftavirknin minnkaði hratt upp úr klukkan 4 í nótt. Áfram mælist þó gliðnun norður af Stóra-Skógfelli. Það bendir til þess að gosið er ekki búið að ná jafnvægi,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Bent er á að gossprungan sem opnaðist norður af þeirri fyrstu virðist hafa lengst um tvo kílómetra á milli klukkan 4 og 8 í morgun.

„Hraunflæði í átt að Grindavíkurvegi hefur að mestu stöðvast og eins og staðan er núna eru engir innviðir í hættu,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar og tekið fram að ekkert í gögnum bendi til þess að virknin komi til með að færast í suður í átt að Grindavík.

„Samkvæmt vefmyndavélum virðist engin virkni vera suður af Stóra-Skógfelli. Verið er að rýna nýjustu gögn til að meta betur mögulega þróun atburðarásarinnar,“ segir Veðurstofa Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferðamaður komst að falli Play í morgun og á ekki pening fyrir gistingu – „Ég er að hugsa um að sofa í bílnum“

Ferðamaður komst að falli Play í morgun og á ekki pening fyrir gistingu – „Ég er að hugsa um að sofa í bílnum“
Fréttir
Í gær

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sjáðu hvernig hann er búinn að taka Ölfus og snúa þessu við eins og blautum gúmmívettling“

„Sjáðu hvernig hann er búinn að taka Ölfus og snúa þessu við eins og blautum gúmmívettling“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár