fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Einstakt tækifæri til að sjá inn í regluhús Frímúrara

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 23. ágúst 2024 13:40

Mörgum hefur langað til að sjá inn í húsið, sem er sveipað dulúð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Regluheimili Frímúrarareglunnar við Bríetartún verður opnað almenningi á morgun, menningarnótt. Er þetta einstakt tækifæri til að sjá hvernig er þar innandyra en almenningi gefst jafnan ekki kostur á að skoða hús reglunnar.

Tilefnið er að í ár eru 100 ár frá því að fyrirrennari bókasafns reglunnar tók til starfa, bókasafn stúkunnar Eddu. Sett verður upp sýningin Frímúrarareglan söfn og saga þar sem sýndir verða ýmsir athyglisverðir munir reglunnar. Til dæmis bækur, myndir, skjöl og listaverk.

„Á sýningunni er saga þessi einnig rakin með myndrænum hætti á nýrri tímalínu sem sett hefur verið saman. Setur hún starfið í samhengi og er sjónræn leið þess að glöggva sig betur á sögu frímúrarastarfs á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Frímúrarareglunni.

Húsið verður opið á milli klukkan 11 og 15. Er fólk hvatt til að koma en Regluhúsið er mjög sjaldan opið fyrir almenning. Síðast gerðist það árið 2019 þegar 100 ár voru liðin frá fullgildingu stúkunnar Eddu. Þá mætti mjög mikið af fólki til að skoða sig um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum