

Einn hættulegasti raðmorðingi í sögu Kenýa, sem hefur játað að drepa 42 konur, flúði úr fangelsi í höfuðborginni Nairobi þar sem hann var í haldið. Collins Jumaisi Kalusha flúði úr fangelsinu ásamt tólf öðrum hættulegum föngum en talið er að lögreglumenn sem störfuðu í fangelsinu hafi liðsinnt glæpamönnunum. Lögregluyfirvöld í Kenýa hafa sagt að málið sé í rannsókn en það þykir afar pínlegt.
Handtaka Kalusha og játning hans vakti mikla athygli fyrr í sumar enda ljóst að um er að ræða einn hrottalegasta raðmorðingja sögunnar. CNN fjallaði um handtökuna sem varð til þess að háværar raddir kviknuðu um nauðsyn þess að tekið yrði á kynbundu ofbeldi í landinu.
Kalusha hefur verið lýst sem siðblindum hrotta sem beri enga virðingu fyrir mannslífum. Hann hefur verið kallaður „Vampíran“ í heimalandinu en fyrsta fórarlamb hans var eiginkona hans. Í kjölfarið virðist hafa runnið á hann morðæði.
Enn sem komið er hafa þó aðeins níu lík fórnarlamba hans fundist. Losaði Kalusha sig við lík fórnarlamba sinna með þeim hætt að hann brytjaði líkama þeirra niður, setti í poka og sökkti þeim í yfirgefinni námu þar sem aðgengi er afar erfitt.
John Maina Ndegwa, lögmaður Kalusha, hefur sagt í þarlendum fjölmiðlum að skjólstæðingur hans sé saklaus og játning hans hafi eingöngu litið ljós eftir hroðalegar pyntingar lögreglumanna.