fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Segir að þjófur gangi laus á Bylgjunni: „Hafi þeir skömm fyrir“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón M. Egilsson, einn reyndasti fjölmiðlamaður landsins, gagnrýnir Bylgjuna harðlega vegna fréttar sem flutt var í hádegisfréttum í dag.

Samstöðin birti í gær athyglisvert viðtal við Jódísi Skúladóttur sem vakið hefur mikla athygli. Jódís var gestur Björns Þorlákssonar í Rauða borðinu þar sem hún lýsti því að henni hafi ofboðið áfengisneyslan á Alþingi við þinglokin í sumar.

Í frétt Bylgjunnar var rætt við Birgi Ármannsson, forseta Alþingis, og hann inntur eftir viðbrögðum við ummælum Jódísar. Þess var þó hvergi getið hvar Jódís lét ummælin falla og það sárnar Sigurjóni sem sjálfur er þáttastjórnandi á Samstöðinni.

Hann tjáði sig um málið á Facebook og sagði að þjófur gangi laus á Bylgjunni.

„Í hádegisfréttum Bylgjunnar var fjallað um áfengisdrykkju þingmanna. Fréttamaðurinn vitnaði til orða Jódísar Skúladóttur sem sagði frá drykkjunni í fínu viðtali sem Björn Þorláksson á Samstöðinni stýrði. Skömm Bylgjunnar er algjör. Hvergi var Samstöðvarinnar getið og ekki heldur Björns. Fréttin á Bylgjunni var því subbuskapur og reyndar fréttaþjófnaður. Hafi þeir skömm fyrir,“ segir Sigurjón sem stýrði þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í mörg ár.

Björn Þorláksson þakkaði Sigurjóni fyrir að halda þessu til haga áður en hann deildi færslu hans og spurði: „Hvað segið þið? Eru vinir mínir á Bylgjunni með allt niður um sig?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“