fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Eftirlýsti skemmdarvargurinn reyndist 22 ára kona sem ber illan hug til lögreglunnar – „Hættu að klína shitti á mig tík!“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona var í dag dæmd í 14 mánaða fangelsi, þar af 11 mánuði skilorðsbundna til þriggja ára, fyrir ítrekuð eignaspjöll og brot gegn valdstjórninni. Flest brotin beindust gegn lögreglubifreiðum.

Var konan ákærð fyrir að brotið rúður í lögreglubifreiðum eða bifreiðum í eigu lögreglumanna. Konan nota neyðarhamar til að fremja brotin. Flest brotin áttu sér stað í sumar en þann 11. júní sl. lýsti lögreglan á Suðurnesjum eftir skemmdarvarg sem hafði undanfarnar nætur brotið rúður í þremur lögreglubifreiðum.

Konan hélt brotunum sínum áfram fram í júlí en þá var hún handtekin og færð í gæsluvarðhald. Konan hafði eins brotið hliðarspegil í lögreglubíl með spörkum og valdið eignatjóni á bíl í eigu lögreglumanns með spörkum og rispað hann með lyklum.

Þann 11. júní var hún handtekin eftir að hún var staðin að skemmdarverkum. Þá sparkaði hún í lögreglumann.

Það var svo í nóvember á síðasta ári sem hún hótaði lögreglumanni ofbeldi með því að skilja eftir miða undir rúðuþurrku á einkabifreið hans með skilaboðunum „Hættu að klína shitti á mig tík! ert bara að biðja um vesen“, en bifreiðin stóð mannlaus fyrir utan heimili lögreglumannsins.

Konan hafði eins ítrekað verið stöðvuð af lögreglunni í umferðinni. Stundaði hún það þá gjarnan að stunga af frá vettvangi án þess að virða fyrirmæli lögreglu.

Konan játaði sök í málinu.

Dómari í málinu rakti að konan er aðeins 22 ára, og telst því fremur ung. Hún eigi sér þó sakaferil og hafði hún í febrúar á síðasta ári gengist undir viðulagaákvörðun og 550 þúsund króna fésekt fyrir umferðarlagabrot, fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot. Skömmu síðar var hún sakfelld og dæmd í fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, umferðar- og fíkniefnalagabrot, brot gegn lögreglusamþykkt og eignaspjöll á lögreglubifreið.

Að þessu sinni hefði hún gerst sek um valdstjórnarbrot, níu eignaspjallabrot og vopnalagabrot. Hún hafði þar að auki rofið skilorð.

Dómari sagði um ákvörðun refsingar:

„Við ákvörðun refsingar verður litið til ungs aldurs ákærðu, greiðrar játningar fyrir dómi og þess að ákærða hefur reynst samvinnufús við lögreglu á lokastigum rannsóknar. Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft að ákærða er nú sakfelld fyrir 15 afbrot, þar af tvö brot gegn valdstjórninni og þykja slík brot í eðli sínu alvarleg. Bætir ekki úr skák að ákærða hefur áður verið dæmd fyrir sams konar brot.“

Konan hafi beint brotum sínum sérstaklega gegn lögreglu og einstaka lögreglumönnunum og valdið umtalsverðum skemmdum á 12 bifreiðum í eigu hins opinbera og einkaaðila. Þessa framkomu sé erfitt að skýra.

Því væri hæfileg refsing fangelsi í 14 mánuði. Eftir atvikum þótti mega fresta fullnustu 11 mánaða af þeirri refsingu þannig að sá hluti hennar falli niður að liðnum þremur árum frá dómsuppsögu haldi ákærða almennt skilorð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi