fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Áfram miklar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofan hefur sent frá sér nýja tilkynningu um stöðu mála í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga.

Í tilkynningunni segir að skjálftavirkni vaxi dag frá degi. Tveir skjálftar yfir 2 að stærð hafi mælst í nótt. Skýr merki séu um að þrýstingur sé að aukast á svæðinu. Þróun í kvikusöfnun og landrisi hafi verið óbreytt síðustu daga. Magn kviku undir Svartsengi sé meira en fyrir síðustu atburði. Hættumat og sviðsmyndir séu óbreyttar.

Skjálftavirkni í kringum Sundhnúksgígaröðina sýni áfram sömu merki og sáust dagana fyrir eldgosið sem hófst 29. maí. Tveir skjálftar yfir 2 að stærð hafi mælst í nótt og hafi alls sex skjálftar yfir tveimur mælst síðustu viku.

Skjálftavirknin sé merki þess að þrýstingur haldi áfram að vaxa á svæðinu vegna kvikusöfnunar undir Svartsengi.

Þróun í kvikusöfnun og landrisi hafi verið óbreytt síðustu daga. Líkanareikningar sýni að heildarrúmmál kviku undir Svartsengi sé nú meira en það hefur verið fyrir síðustu atburði.

Áfram séu því taldar miklar líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni hvenær sem er.

Hættumat og sviðsmyndir séu áfram óbreyttar.

Línurit sem sýnir þróun kvikusöfnunar og áætlað heildarmagn kviku í kvikuhólfinu undir Svartsengi frá 25. október. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú meira en það hefur verið fyrir síðustu atburði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“