fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Ásmundur vekur athygli á ótrúlegum árangri Elínborgar – „Er það ekk­ert mál fyr­ir litla þjóð að eign­ast heims­meist­ara?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. ágúst 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það kemur mér á óvart hvað þessum árangri hefur lítill gaumur verið gefinn af fjölmiðlum, íþróttaforystunni og ráðmönnum. Og það þrátt fyrir ábendingar,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar vekur hann athygli á mögnuðum árangri Elínborgar Björnsdóttur sem varð á dögunum heimsmeistari í pílukasti í sínum flokki. Elínborg, sem var afreksíþróttamaður í sundi og landsliðskona í pílukasti, slasaðist alvarlega í bílslysi og örkumlaðist árið 2020.

Ásmundur byrjar grein sína á að vísa í umfjöllun fjölmiðla um Ólympíuleikanna í París og ber hann lof á það hversu vel var staðið að umfjöllun um leikana. Bendir hann á að aldrei sé of mikið sagt frá íþróttum og gildi þeirra fyrir börn og unglinga sem hrífast með og eignast sínar stjörnur.

Mikill dugnaður og eljusemi

„Þrátt fyr­ir þunn­skipað keppn­islið okk­ar fannst mér ár­ang­ur­inn góður. Það er frá­bært að eiga fólk sem er um og und­ir tutt­ug­asta sæti á slíkri íþrótta­messu sem Ólymp­íu­leik­arn­ir eru. Við erum smáþjóð að etja kappi við kepp­end­ur frá hátt í tvö hundruð þjóðríkj­um og þá er frá­bær ár­ang­ur að kom­ast í undanúr­slit, hvað þá lengra,“ segir hann.

Maðurinn sem örkumlaði Ellu dæmdur  – „Ég fékk lífstíðardóm en hann sjö mánuði“

Hann bendir svo á að þegar keppni á Ólympíuleikunum var í hámarki um verslunarmannahelgina var haldið í Skotlandi heimsmeistaramót fatlaðra í pílukasti þar sem Elínborg var á meðal þátttakenda.

„Af mikl­um dugnaði og elju hef­ur El­ín­borg, sem nú er bund­in hjóla­stól og nýt­ur aðstoðar all­an sól­ar­hring­inn, kom­ist til keppni að nýju. Hún varð í öðru sæti í sín­um flokki, fatlaðar kon­ur í hjóla­stól, á Evr­ópu­meist­ara­móti í pílukasti fyr­ir ári og vann sér rétt á heims­meist­ara­mót­inu í Ed­in­borg í Skotlandi nú í ág­úst. El­ín­borg gerði sér lítið fyr­ir og vann á mót­inu og varð heims­meist­ari í sín­um flokki,“ segir Ásmundur.

Ekkert mál að verða heimsmeistari?

Hann segir það hafa komið honum á óvart hversu litla athygli þessi árangur Elínborgar fékk.

„Það er kannski ekk­ert mál að verða heims­meist­ari fatlaðra í pílukasti vegna þess að af­reks­stefn­an nær ekki til þeirra. Það hef­ur alla­vega verið þrauta­ganga að fjár­magna keppn­is­ferðir El­ín­borg­ar, og henni jafn­vel sýnd­ur lít­ill skiln­ing­ur. En von­ir henn­ar stóðu til að heims­meist­ara­tit­ill og já­kvæð um­fjöll­un um þann ár­ang­ur hjálpaði henni að fjár­magna frek­ari keppn­is­ferðir í framtíðinni,“ segir Ásmundur sem endar grein sína á þessum orðum:

„En kannski er heims­meist­ara­tit­ill í pílukasti fatlaðra ekk­ert mál fyr­ir þá sem hafa ekki séð tærn­ar á sér í mörg ár. Þeirra glaum­ur og gleðiskál hljóm­ar alla vega ekki í eyr­um heims­meist­ar­ans í pílukasti fatlaðra kvenna í hjóla­stól, sem spyr sig: Er það ekk­ert mál fyr­ir litla þjóð að eign­ast heimsmeistara?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér