fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Þekktir Íslendingar hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við vararíkissaksóknara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 12:10

Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðja tímanum síðdegis í gær var stofnaður undirskriftalisti á Ísland.is til stuðnings Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Ríkissaksóknari, Sigríður F. Friðjónsdóttir, hefur áminnt Helga og sent erindi til dómsmálaráðherra þess efnis að ráðherra svipti hann embætti.

Tilefnið eru ummæli Helga um innflytjendur í viðtali þar sem hann ræddi ofsóknir sýrlenska brotamannsins Mohamad Kourani í sinn garð og fjölskyldu sinnar.

Yfirskrift undirskriftalistans er eftirfarandi:

„Við undirrituð skorum á dómsmálaráðherra að hafna erindi Sigríðar J Friðjónsdóttur ríkissaksóknara um að veita Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara lausn um stundarsakir.“

Það safnast hratt inn á stuðningslistann við Helga. Um tíuleytið í morgun voru undirskriftirnar komnar yfir 1.600 og á hádegi voru þær um 2.100.

Meðal þekktra Íslendinga sem hafa sett nafn sitt á listann eru: Inga Sæland, formaður Flokks fólksins; Kristján Hreinsson rithöfundur, Jón Axel Ólafsson fjölmiðlamaður, Bergur Konráðsson kírópraktor, Ragnar Guðni Axelsson (RAX) ljósmyndari, Frosti Sigurjónsson rekstraráðgjafi, Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill, Magnús Ver Magnússon aflraunamaður og Frosti Logason fjölmiðlamaður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Í gær

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax