fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Maður handtekinn eftir röð afbrota gegn túristum á Tenerife

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 21:00

Frá Tenerife.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og eins árs gamall maður hefur verið handtekinn á Tenerife eftr fjölda brota gegn ferðamönnum á eyjunni. Brotin voru framin á Adeje-ströndinni en maðurinn var handtekinn á Amerísku ströndinni. Canarian Weekly greinir frá.

Maðurinn er grunaður um sex innbrot og tvö fjársvikabrot. Hann er sagður hafa klifrað yfir veggi sem umlykja hótelíbúðir í Adeje og komist inn í íbúðir í gegnum opnar svaladyr á meðan hótelgestir voru sofandi.

Er hann sagður hafa rænt miklu af verðmætum, snjallsímum, þráðlausum heyrnartólum, spjaldtölvum, reiðufé og greiðslukortum. Hann sveik síðan út vörur í verslunum með greiðslukortunum.

Hann var síðan, sem fyrr segir, handtekinn á Amerísku ströndinni, en þá hafði lögreglan komist að þeirri niðurstöðu að öll sex innbrotin hefðu verið framin af sama manninum sem ávallt beitti sömu aðferðinni.

Búast má við því að maðurinn verið ákærður fljótlega og málið fari fyrir dóm.

Ljóst er að ferðamenn þurfa að vera á varðbergi fyrir þjófum á Tenerife eins og á mörgum öðrum ferðamannastöðum. Fjölmargir Íslendingar sækja eyjuna fögru heim allt árið um kring.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“