fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Maður handtekinn eftir röð afbrota gegn túristum á Tenerife

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 21:00

Frá Tenerife.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og eins árs gamall maður hefur verið handtekinn á Tenerife eftr fjölda brota gegn ferðamönnum á eyjunni. Brotin voru framin á Adeje-ströndinni en maðurinn var handtekinn á Amerísku ströndinni. Canarian Weekly greinir frá.

Maðurinn er grunaður um sex innbrot og tvö fjársvikabrot. Hann er sagður hafa klifrað yfir veggi sem umlykja hótelíbúðir í Adeje og komist inn í íbúðir í gegnum opnar svaladyr á meðan hótelgestir voru sofandi.

Er hann sagður hafa rænt miklu af verðmætum, snjallsímum, þráðlausum heyrnartólum, spjaldtölvum, reiðufé og greiðslukortum. Hann sveik síðan út vörur í verslunum með greiðslukortunum.

Hann var síðan, sem fyrr segir, handtekinn á Amerísku ströndinni, en þá hafði lögreglan komist að þeirri niðurstöðu að öll sex innbrotin hefðu verið framin af sama manninum sem ávallt beitti sömu aðferðinni.

Búast má við því að maðurinn verið ákærður fljótlega og málið fari fyrir dóm.

Ljóst er að ferðamenn þurfa að vera á varðbergi fyrir þjófum á Tenerife eins og á mörgum öðrum ferðamannastöðum. Fjölmargir Íslendingar sækja eyjuna fögru heim allt árið um kring.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“