fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Úrskurðaður í farbann vegna gruns um hópnauðgun – „Á vettvangi var brotaþoli í miklu uppnámi og grét mikið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 16. ágúst 2024 13:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að erlendur maður sæti farbanni til 29. nóvember 2024 vegna gruns um hópnauðgun.

Meint kynferðisbrot var framið aðfaranótt 3. febrúar síðastliðins. Lögregla var þá kölluð að kjallaraíbúð í borginni vegna kynferðisbrots. Um málsatvik segir í úrskurði Héraðsdóms:

„Á vettvangi var brotaþoli í miklu uppnámi og grét mikið. Kvað hún að henni hafi verið nauðgað. Kvað brotaþoli að hún hafi farið út af veitingastaðnum […]eftir miðnætti og upp í bifreið hjá manni og þaðan í kjallara íbúð […]. Aðspurð kvaðst hún ekki hafa þekkt ökumanninn né vissi hún hvar […]kjallara íbúðin hafi verið. Kvað hún að í kjallara íbúðarinnar hafi verið einn til tveir aðrir menn. Þeir hafi afklætt hana gegn hennar vilja og allavega tveir af þeim hafi nauðgað henni. Kvað brotaþoli að mennirnir hafi talað saman á erlendu tungumáli sem hún skildi ekki. Eftirá hafi annar mannanna ekið henni heim og tekið greiðslu fyrir með greiðsluposa. Brotaþoli var í kjölfarið flutt á Neyðarmóttöku á Landspítala.“

Maðurinn sem hér á í hlut var ökumaður bílsins og jafnframt leigutaki kjallaraíbúðarinnar. Var hann handtekinn um nóttina en þegar lögreglu bar að garði til að handtaka hann mátti sjá að hann var að pakka niður í töskur.

Ekki er staðfest með óyggjandi hætti í staðreyndahreinsuðum úrskurðinum hvort maðurinn stundi leigubílaakstur hér en innheimta hans á greiðslu fyrir aksturinn með posa bendir til þess.

Maðurinn hefur dvalist hér á landi á grundvelli tímabundins dvalarleyfis vegna hjúskapar við Íslending, samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar.

Nánar má lesa um málið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“