fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

„Róleg“ bresk amma dæmd í 15 mánaða fangelsi – Hvatti til þess á Facebook að moskur yrðu sprengdar í loft upp

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. ágúst 2024 11:30

Julia Sweeney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Julia Sweeney, 53 ára bresk amma, hefur verið dæmd í 15 mánaða fangelsi fyrir að hvetja til þess á Facebook að moskur í heimalandi sínu yrðu sprengdar í loft upp. Ummælin lét Sweeney falla í kjölfar óreiða sem brutust út víða í Bretlandi í kjölfar hnífaárásar í Southport þann 29. júlí síðastliðinn þar sem þrjár barnungar stúlkur voru myrtar. Gaus upp mikil reiðialda í bresku samfélagi og beindust spjótin að hælisleitendum og múslimum. Óeirðir geisuðu víða um landið með tilheyrandi skemmdarverkum og ofbeldi.

Hart hefur verið tekið á þeim sem létu til sín taka í óeirðunum og hefur það vakið athygli að það gildir ekki bara um þá sem drifu sig út á götu til að brjóta allt og bramla. Það gildir líka um „lyklaborðsriddara“ eins og amman Sweeney var kölluð af dómara málsins sem lét hafa eftir sér að mikilvægt væri að slíkir einstaklingar þyrftu að horfast í augu við gjörðir sínar.

Sweeney, sem sögð er hafa lifað rólegu og einföldu lífi, varð fokreið yfir fréttaflutningi af hnífamorðunum og lét upplýsingaóreiðuna á samfélagsmiðlum hafa mikil áhrif á sig. Settist hún því við lyklaborðið og úðaði út hatursfullum færslum þar sem hún hvatti meðal annars til þess, eins og áður segir, að moskur yrðu sprengdar í loft upp. „Þetta er algjörlega fáránlegt. Ekki verja moskurnar, sprengið þær í loft upp með fullorðna fólkið innandyra,“ voru ummælin sem komu hinni rólegu ömmu í koll.

Eiginmaður Sweeney, hinn 76 ára gamli David, segir að lögreglan og réttarkerfið hafi gengið of hart fram í tilfelli eiginkonu sinnar. Þrjár lögreglubifreiðar hafi skyndilega brunað upp að heimili þar og inn þotið þrír laganna verðir til að handtaka Juliu. Fimmtán mánaða fangelsi sé svo að hans mati algjörlega yfirgengilegur dómur.

„Hún var bara að horfa á fréttirnar með mér og varð reið yfir því hvað gerðist fyrir þessar stúlkur.“ sagði Sweeney í viðtali við The Telegraph. Sagðist hann hafa reynt að eyða pósti eiginkonu sinnar en ekki haft tæknikunnáttuna til þess. Hann játaði það að hegðun eiginkonunnar hefði verið röng og mögulega verðskuldað að hún yrði dregin til ábyrgðar en að dómurinn sé að hans mati afar harkalegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin