fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Ný taktík Úkraínumanna gæti verið „besti möguleikinn til að ljúka stríðinu“ segir hernaðarsérfræðingur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. ágúst 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innrás Úkraínumanna í Kursk-héraðið í Rússlandi kom Rússum og heimsbyggðinni algjörlega á óvart. Þessi aðgerð þeirra setur mikinn þrýsting á Rússa og getur komið sér vel þegar og ef til friðarviðræðna kemur á milli ríkjanna.

Rússar hafa flutt tugi þúsunda íbúa á brott frá héraðinu og hafa sent liðsauka þangað til að takast á við innrásarliðið.

En af hverju réðust Úkraínumenn inn í héraðið? Þessu hafa margir velt fyrir sér, þar á meðal hernaðarsérfræðingar.

TV2 ræddi við Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðing hjá danska varnarmálaskólanum, um þetta og sagði hann að innrásin geti haft áhrif á sókn Rússa í Úkraínu. Þeir neyðist til að flytja hersveitir frá Donetsk til Kursk og þar með verða þeir hugsanlega að draga úr sóknarþunga sínum í Donetsk.

Hann sagði að innrásin þýði að Rússar neyðist til að ráðast á úkraínska innrásarliðið til að hrekja það á brott. Það geti haft í för með sér að Úkraínumenn geti haft hag af því að verjast þar í langan tíma ef þeir geta komið sér vel fyrir í varnarstöðvum á þeim svæðum sem þeir hafa hertekið í Rússlandi.

Hann sagði að einnig þurfi að skoða málið í stærra samhengi þar sem stríðið muni í auknum mæli færast yfir á rússneskt landsvæði og það auki þrýstinginn á Vladímír Pútín.

„Það er kostur fyrir Úkraínumenn, því það eina sem er mikilvægara fyrir Pútín en að sigra í stríðinu í Úkraínu er að halda völdum í Rússlandi,“ sagði hann.

Hann sagði besti möguleiki Úkraínumanna á að ljúka stríðinu sé að gera það að meiri ókosti en kosti fyrir Pútín. „Úkraínumenn neyðast til að flytja stríðið til Rússlands til að mynda þrýsting innanlands á Pútín,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Í gær

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Í gær

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af