fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Morðið á Akureyri – Konan þurfti að þola hryllilegar misþyrmingar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. ágúst 2024 14:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á sjötugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir morð á fimmtugri sambýliskonu sinni á Akureyri þann 22. apríl á þessu ári beitti konuna hræðilegum misþyrmingum, bæði í aðdraganda andláts konunnar og nokkrum mánuðum fyrr.

Þetta kemur fram í ákæru Héraðssaksóknara en hún er í tveimur liðum. Annars vegar er maðurinn ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa, aðfaranótt mánudagsins 22. apríl svipt konuna lífi, „en ákærði beitti hana margþættu ofbeldi og misþyrmdi henni í aðdraganda andláts hennar, en atlaga ákærða beindist meðal annars að kvið, höfði, hálsi, bringu, brjóstkassa og útlimum,“ segir í ákæru.

Síðan segir í ákærunni að konan hafi hlotið margvíslega áverka af atlögu hins ákærða en áverkalýsingin er síðan að hluta hreinsuð úr ákærunni. En síðan segir:

„Háttsemi ákærða var til þess fallin að ógna á alvarlegan hátt lífi, heilsu og velferð A og voru afleiðingarnar þær að hún lést af völdum áverkans á efri garnahengisbláæðinni og blæðingarinnar sem varð vegna hans inn í kviðarholið.“

Önnur árás í febrúar

Í síðari ákæruliðnum er maðurinn ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa þriðjudagskvöldið 6. febrúar beitt konuna ofbeldi með þeim afleiðingum að hún hlaut nefbrot, mar aftan á hálsi og hnakka, mar undir hægra auga og mar á hægri handlegg.

Segir að með háttsemi sinni hafi ákærði ógnað á alvarlegan hátt lífi, heilsu og velferð konunnar.

12 milljóna miskabótakröfur

Fyrir hönd tveggja aðstandenda konunnar er krafist miskabóta upp á sex milljónir króna fyrir hvort, eða samtals 12 milljónir.

Fyrirtaka verður í málinu við Héraðsdóm Norðurlands eystra þann 3. september næstkomandi. Þá munu saksóknari annars vegar og verjandi mannsins hins vegar leggja fram gögn í málinu. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð í málinu verður en búast má fastlega við því að það verði í haust, í september eða október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla