fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

„Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 11:39

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, gengst við því að hafa látið út sér orð sem hefðu átt að vera ósögð. Það kasti þó ekki, að hans mati, rýrð á störf hans.

Þetta kemur fram í færslu Helga Magnúsar sem hann birti fyrir stundu á Facebook-síðu sinni. Eins og komið hefur fram tók Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, þá ákvörðun að leysa Helga Magnús tímabundið frá störfum í kjölfar kæru frá stjórn hjálparsamtakanna Solaris út af ummælum sem Helgi Magnús lét falla meðal annars um innflytjendur og flóttafólk.

Komu ummælin í kjölfar sakfellingar hins sýrlenska Mohamed Kourani sem árum saman hefur hótað Helga Magnúsi og fjölskyldu hans hrottalegu ofbeldi.

Sjá einnig: Helgi lýsir þriggja ára taugastríði undir ofsóknum Kourani – „Maður á ekkert dýrmætara en börnin sín“

Byggði Sigríður ákvörðun sína á því að hún hafi veitt Helga Magnúsi áminningu árið 2022 fyrir ummæli sín og orðfæri á opinberum vettvangi og framkoma hans nú benti til þess að hann hefði ekki bætt ráð sitt.

Hefur máli Helga nú verið vísað til Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, til úrlausnar.

Í áðurnefndri færslu, sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan, viðurkennir Helgi Magnús fúslega að hann sé breiskur maður en stendur fastur á því að opinberir starfsmenn eigi að hafa tjáningafrelsi og að ekki hafi verið tilefni til þess að hann fengi áminningu frá yfirmanni sínum eða ráðherra.

Færsla Helga Magnúsar í heild sinni

„Í mínum huga eru Arnarfjörður og Dýrafjörður nafli alheimsins. Það finnst a.m.k. sveitadurginum mér sem hefði líklega hefði nú mátt skóla betur í mannlegum samskiptum. Er klárlega mannlegur, kannski um of eða hvað? Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð. En gerðum hlutum verður ekki breytt. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er ekkert sem ég hef sagt sem kastar rýrð á störf mín sem vararíkissaksóknari.

Ég stend fastur á því að það sé mannlegt að ljúga sér til bjargar þegar neyðin er mikil. Ég stend líka fastur á því að í dómsmálum eigi báðar raddir að fá að heyrast og að opinberir starfsmenn séu ekki án alls tjáningarfrelsis. Enn fastar stend ég því að við þurfum að standa vörð um íslenskt samfélag og gildi þess. Hefði ég mátt orða hlutina öðruvísi? Já mögulega.

Glaður skal ég áminna mig sjálfan en tilefni er ekki til þess að slík áminning komi frá yfirmanni mínum eða ráðherra. Það er lífsins gangur að viðurkenna lestina sína, vinna í þeim og halda áfram. Mera getur enginn einstaklingur gert. Tek mitt á mig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf