fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Anna tekur með sér nesti á öll mannamót – Þetta er ástæðan

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 18:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við tökum með okkur nesti ef við förum í heimsókn, í matarboð, í fermingarveislu, í útskriftarveislu, jarðarför, út að borða eða í sund. Vitiði hvað það kostar að vera alltaf með nesti? Eða hvað það tekur langan tíma?“

segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.

Matvendni er þó ekki ástæðan því barn Önnu er með selíak sem er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem eina meðferðin er glútenlaust fæði ævilangt. Talið er að um 1% fólks á jörðinni sé með selíak en sumsstaðar eru hlutfallið hærra. Það eru þá um 3820 Íslendingar, sem þó eru margir án greiningar eða með ranga greiningu. Þá eru ótaldir þeir sem eru á glútenlausu fæði af öðrum ástæðum eins og Anna segir í grein sinni á Vísi.

Anna Gunndís Guðmundsdóttir

Segir glútenlausar vörur á við lúxusfæði í verði

Anna hefur verið dugleg að benda á að þó að matur sé almennt dýr og hækki sífellt í verði þá sé það á við lúxusfæði að kaupa glútenlausar vörur, auk þess sem oft þurfi að gera sér ferð í margar verslanir til að finna slíkar vörur.

Sjá einnig: Anna þurfti í sex verslanir til að kaupa inn vörur sem heilbrigðisráðuneytið segir aðgengilega í venjulegum matvöruverslunum – „6210 kr. fyrir 20 pylsubrauð“

„Það er ekkert bakarí, fáir veitingastaðir sem vilja skilja og leggja sig fram og stundum eru hillurnar í búðunum tómar. Það er engin ostaslaufa eða snúður. Það er ekkert hægt að grípa með eitthvað einfalt og fljótlegt. Ekki þegar maður er með selíak á Íslandi. En fólk á glútenlausu fæði verður alveg jafn svangt og annað fólk. Og það er mikilvægt að vera boðið að borðinu og það sé eitthvað næs fyrir alla.“

Matur er félagslegt fyrirbæri

Anna segir verðið á glútenlausum vörum 200-500% dýrara en á sambærilegum vörum og ríkið taka engan þátt í kostnaði fyrir barn með sjálfsofnæmissjúkdóminn selíak. Spyr hún af hverju svo er.

Tekur hún dæmi um nokkrar vörur og segir kexið sem dæmi helmingi dýrara en venjulegt kex. Lítill grænn poki með 100 gr af glútenlausu kexi kostar 659kr í Nettó. Tveir pakkar eru á 1318kr – 200gr. Grissini úr heilhveiti frá Anglamark, 120 gr. kostar 389 kr í Nettó. Tveir pakkar af því kosta 778kr – 240gr.

„Auðvitað er hægt að segja að maður eigi ekkert að vera að kaupa þessar unnu vörur. En matur er félagslegt fyrirbæri og það er líka dýrt að borða hreint fæði í öll mál. Þess vegna borðar fólk með lítið á milli handanna pakkamat. En glútenlaus pakkamatur er lúxusvara.

Ert þú eða barnið þitt á glútenlausu fæði og ert alltaf með nesti? Ertu með selíak? Mig langar að heyra frá þér. Ég ætla nefnilega að breyta heiminum,“ segir Anna, sem er með netfangið: glutenlaust@gmail.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Í gær

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“