fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Kona grunuð um að brjóta margoft rúður í lögreglubílum og einkabílum lögreglumanna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 29. júlí 2024 15:30

Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konu sem grunuð er um að hafa hvað eftir annað brotið rúður í lögreglubílum og einkabílum lögreglumanna. Var gæsluvarðhaldskrafan gerð á grundvelli þess að hætta sé á því að konan haldi áfram að brjóta af sér ef hún gengur laus. Undir þessi sjónarmið tóku héraðsdómur og Landsréttur.

Fjölmörg ætluð brot konunnar eru til rannsóknar hjá lögreglu, allt aftur til febrúar. Í sumar fer hins vegar að bera mjög á áðurnefndum skemmdarverkum á lögreglubílum og einkabílum lögreglumanna. Konan kannast ekki við að hafa framið nein slík brot en þann 28. síðastliðinn sendi hún eftirfarandi tölvupóst á Lögreglustjórann á Suðurnesjum:

„Jæja fer að vanta síman minn, ef þið viljið ekki fleiri brotnar rúður mæli með að fara að skila honum líka komnar 3 vikur“

Konan hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 7. ágúst næstkomandi.

Sjá nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“
Fréttir
Í gær

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Í gær

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“