fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Jón Viðar segir að Egill sé „yfirtuðari“ þjóðarinnar – „Maður líttu þér nær – segi ég nú bara“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. júlí 2024 09:30

Jón Viðar og Egill eru ekki á sömu skoðun um málið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Maður líttu þér nær – segi ég nú bara.  Hvernig væri að þú sýndir sjálfur gott fordæmi með þvi að hlífa okkur við tuðinu i þér, þó ekki væri nema smástund,“ segir Jón Viðar Jónsson, einn helsti leikhúsgagnrýnandi þjóðarinnar, á Facebook-síðu sinni.

Þar gagnrýnir hann skrif fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar á Facebook í gær um atriði á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París síðastliðinn föstudag.

Í umræddu atriði sást hálfnakinn maður og dragdrottningar sitja við borð og voru margir á því að þetta ætti að líkja eftir málverki Leonardo da Vinci af síðustu kvöldmáltíðinni. Voru margir sem gagnrýndu þessa framsetningu og töldu að verið væri að sýna kristinni trú lítilsvirðingu.

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna báðust afsökunar um helgina á að atriðið hefði móðgað fólk. Tóku þeir það jafnframt fram að markmiðið hafi aldrei verið að gera lítið úr kristinni trú eða öðrum trúarbrögðum. Þá hafi atriðið ekki átt að vera tilvísun í síðustu kvöldmáltíðina heldur frægt málverk af guðum Ólympus.

Egill deildi frétt frá Guardian um afsökunarbeiðni skipuleggjenda leikanna og sagði:

„Oft er talað um húmorsleysi og móðgunargirni vinstra „woke“ liðsins. En málið er að liðið utarlega hægra megin er alveg jafn móðgunargjarnt og húmorslaust. Í raun algjör samhverfa – eins og reyndar í fleiri tilvikum. Og satt að segja virðist tíðarandinn sem við lifum í ekki síst einkennast af sífelldu tuði og nöldri – sem á yfirleitt upptök á samfélagsmiðlum en fjölmiðlar gefa svo vængi. Hvílík dómadags leiðindi!“

Jón Viðar deildi svo þessum skrifum Egils og er hjartanlega ósammála honum.

„Deili hér athyglisverðri færslu eftir Egil Helgason sem hann birtir með frétt út Guardian.  Ekki er nóg með að hann skipi sér þar i flokk þeirra sem finnst sjálfsagt að Ólympíuathöfnin sé notuð til að vanvirða kristna trú og kristna menningu.  Hann er i rauninni að segja að ekki sé nein ástæða til að setja mörk þegar að slíku kemur.“

Jón Viðar veltir því svo fyrir sér hvað Egill hefði sagt ef þessu hefði verið stillt öðruvísi upp.

„Ætli hann hefði þó verið jafn frjálslyndur ef Múhameð spámaður hefði, segjum, birst þarna umkringdur búrkuklæddum konum dansandi og dillandi bossunum i kvennabúrinu?  Onei, ég er ansi hræddur um að þá hefði hvinið i tálknunum á honum.  –   Og svo til að kóróna allt krefst þessi yfirtuðari þjóðarinnar að menn hætti að „nöldra  og tuða“ – sem á augljóslega við þá sem leyfa sér að gagnrýna hluti sem honum sjálfum finnst allt i lagi með (einsog opinberar árásir á kristna menningu).  Maður líttu þér nær – segi ég nú bara.  Hvernig væri að þú sýndir sjálfur gott fordæmi með því að hlífa okkur við tuðinu i þér, þó ekki væri nema smástund.“

Hér að neðan má sjá færslur þeirra Egils og Jóns Viðars:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér