fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Varaforsetaefnið ræðst með hörku gegn Jennifer Aniston – „Ógeðslegt“

Fókus
Sunnudaginn 28. júlí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

JD Vance, öldungardeildarþingmaður og varaforsetaefni Donald Trump, lét Hollywood-stjörnuna Jennifer Aniston heyra það þegar hann var gestur spjallþáttarins Megan Kelly Show um helgina.

Upphaf rifrildisins má rekja til umdeildra ummæla Vance þar sem hann hjólaði í barnlaust fólk eins og Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna. Sagði Vance að land­inu væri stjórnað af hópi barn­lausra katta­kvenna sem væru van­sæl­ar í eig­in lífi og vegna þeirra ákv­arðana sem þær hefðu tekið og vilji þeirra stæði til þess að gera allt landið van­sælt líka. Auk þess að skjóta á Harris minntist hann einnig á nokkrar helstu stjörnur Demókrata eins og  Pete Buttigieg og Al­ex­andriu Ocasio-Cortez.

Jennifer Aniston, sem hefur verið opin varðandi eigin áskoranir við barneignir. Hún hafi gert allt til að verða ólétt og undirgengist allar mögulegar meðferðir til þess, vísindalegar og ekki. Var henni því mjög misboðið yfir ummælum Vance.

„Ég trúi því varla að þetta komi frá hugsanlegum varaforseta Bandaríkjanna,“ skrifaði Aniston á Instagram-síðu sína. „Það eina sem ég get sagt er… Herra Vance, ég bið þess að dóttir þín verði svo heppin að eignast eigin börn einn daginn. Ég vona að hún þurfi ekki að snúa sér að glasafrjóvgun sem valkosti. Vegna þess að þú ert að reyna að taka það frá henni líka,“ sagði leikkonan.

Vance, sem á þrjú börn með eiginkonu sinni, lét hins vegar ekki deigan síga og gerði mikið úr því að Aniston hefði dregið dóttur hans inn í málið.

„Þetta er ógeðslegt því dóttir mín er tveggja ára,“ sagði öldungardeildarþingmaðurinn. Þá þvertók hann fyrir það að standa í vegi fyrir tæknifrjóvgunum. „Eins og ég sagði í ræðunni minni þá myndi ég gera allt til að hjálpa því ég trúi því að fjölskyldur og barneignir séu af hinu góða,“ sagði Vance.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi