fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Mátti ekki koma til landsins í fjögur ár en endaði í gæsluvarðhaldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. júlí 2024 15:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afskipti lögreglu af manni við umferðareftirlit fyrr í sumar leiddu til þess að krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Maðurinn, er frá Georgíu og kom í ljós að hann sætir endurkomubanni til landsins í fjögur ár, frá 2023 til 2027.

Maðurinn kannaðist ekki við endurkomubann en framvísaði hjúskaparvottorði. Sýslumaðurinn á Suðurlandi krafðist gæsluvarðhalds yfir manninum til að hægt væri að tryggja brottflutning hans frá landinu, ella væri hætta á að hann færi í felur og dveldist hér áfram ólöglega.

Verjandi mannsins benti á að maðurinn væri í hjúskap með íslenskri konu og hefði gengið barni hennar í föðurstað. Hann hafi talið sig hafa heimild til veru hér á landi á meðan mál hans væri til meðferðar og verið í góðri trú með það.

Héraðsdómur Suðurlands byggði á því að maðurinn væri í hjúskap með konu hér á landi og hefði lagt fram gögn til sönnunar um áform þeirra að flytjast til annars lands. Þessar fyrirætlanir útiloki ekki að maðurinn brjóti endurkomubann hans en engu að síður  væri hægt að beita vægari úrræðum en gæsluvarðhaldi til að tryggja brottflutning mannsins frá landinu. Hafnaði Héraðsdómur Suðurlands því kröfu sýslumanns um gæsluvarðhald.

Þann 1. júlí sneri Landsréttur þessum úrskurði við og úrskurðaði að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 11. júlí.

Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Viðraði vel til loftmyndatöku

Viðraði vel til loftmyndatöku