fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Sumarið kemur til Reykjavíkur á morgun – Sjáðu myndina

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 13:45

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið hefur ekki verið upp á marga fiska suðvestanlands og eru þeir sennilega teljandi á fingrum annarrar handar dagarnir sem hægt hefur verið að njóta sólar lengur en örfáar klukkustundir í senn.

En ef veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir morgundaginn gengur upp má búast við sól og blíðu á höfuðborgarsvæðinu þar sem gera má ráð fyrir 15 stiga hita og hægum vindi.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að veðrið á höfuðborgarsvæðinu í dag einkennist af hafgolu eða hægviðri. Það verði skýjað og búast megi við stöku síðdegisskúrum fram á kvöld. Á morgun verði þó bjart með köflum og þokkalegar hitatölur, eða allt að 15 stig.

Annars staðar á landinu verður svalara og skýjað og jafnvel rigning, til dæmis á Akureyri.

Höfuðborgarbúar ættu að nýta morgundaginn vel því á laugardag fer að rigna aftur og er útlit fyrir rigningu að minnsta kosti fram undir miðja næstu viku.

Svona lítur veðurspáin út fyrir morgundaginn á höfuðborgarsvæðinu:

Allt landið á morgun:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi
Fréttir
Í gær

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“
Fréttir
Í gær

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma
Fréttir
Í gær

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu
Fréttir
Í gær

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“