fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Rafmagnsgirðingin í Kjós fundin – „Hver sá sem gerði þetta þarf að gera sér grein fyrir mögulegum óafturkræfum afleiðingum af slíku athæfi“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 12:30

Girðingin fannst í skurði. Mynd/Kjósarhreppur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafmagnsgirðing sem var stolið af Kjósarhreppi er komin í leitirnar. Stóð hún við jörð sem tveir menn hafa deilt hart um og girðing hefur áður verið tekin niður. Kjósarhreppur segir að þjófurinn þurfi að gera sér grein fyrir óafturkræfum afleiðingum gjörða sinna.

DV greindi frá því 11. júlí að 400 metra girðing, sem stendur ofan við Hvalfjarðarveg við jörðina Þúfukot hefði verið stolið. Jóhanna Hreinsdóttir oddviti sagði girðinguna hafa verið setta upp til að varna hrossum frá því að komast niður á þjóðveg. Það væri mikilvægt fyrir umferðaröryggi.

Miklar deilur hafa staðið um Þúfukot, það er um 25 hektara spildu, sem tveir menn í sveitinni telja sig báðir eiga. Hefur sérsveitin verið kölluð til í þessum deilum og dómsmálaráðherra þurft að skipta sér að henni.

Höfðað til ábyrgðar

Nú er girðingin komin í leitirnar. Eins og segir í tilkynningu frá Kjósarhreppi var girðingin rifin niður og kastað ofan í nærliggjandi skurð.

Sjá einnig:

Rafmagnsgirðingu Kjósarhrepps stolið við jörð þar sem gríðarlegar deilur standa yfir – „Hross komast niður á þjóðveg“

„Hver sá sem gerði þetta þarf að gera sér grein fyrir mögulegum óafturkræfum afleiðingum af slíku athæfi,“ segir í harðorðri tilkynningunni. „Umferð hefur aukist mikið á Hvalfjarðarvegi og þar með umferð hópferðabíla. Nú þegar rökkva tekur er enn mikilvægara að við reynum öll að koma í veg fyrir að skepnur séu þjóðveginum, eitt bílslys eru einu bílslysi of mikið.“

Sveitarstjórn hefur nú látið setja girðinguna aftur upp. Óskað er eftir því að hún fái að standa óáreitt og er höfðað til ábyrgðar þeirra sem eiga hlut að máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK