fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Vilhjálmur hefur þungar áhyggjur af stöðunni hér á landi – Stefnum í brotlendingu ef ekkert verður að gert

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 10:56

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef gríðarlegar áhyggjur af komandi mánuðum,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins.

Vilhjálmi líst ekki á blikuna hér á landi og vísar í orð Kára S. Friðrikssonar, hagfræðings hjá greiningardeild Arion banka, þess efnis að stýrivextir muni að líkindum haldast óbreyttir fram í nóvember hið minnsta og mögulega þangað til í febrúar á næsta ári. Kári ræddi þetta í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Í morgun var svo greint frá því að tólf mánaða verðbólga mælist nú 6,3% en var 5,8% í júní. Er þessi hækkun talsvert umfram spár greiningardeilda bankanna.
Vilhjálmur segir í pistli á Facebook-síðu sinni að það sé löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að berjast við verðbólguna sé löngu töpuð. Þá sé morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hafi beðið algjört skipbrot.
„Við erum með langhæstu stýrivextina miðað við þau lönd sem við viljum helst bera okkur saman við, þrátt fyrir það eru verðbólgan enn og aftur á uppleið og miklu hærri en í samburðalöndum,“ segir hann í pistli sínum og bætir við að verðbólgan sé á uppleið þó að búið sé að ganga frá afar hóflegum kjarasamningum, þrátt fyrir fækkun ferðamanna og þrátt fyrir að hagvöxtur sé nánast í frjálsu falli.
„Enn og aftur eru það viðskiptabankarnir og fjármálakerfið sem sleikja út um yfir okurvöxtum Seðlabankans enda nægir að horfa á afkomutölur bankanna því til sönnunar. Að hugsa sér að upp undir 40% af verðbólgunni síðustu 10 ár er vegna framboðsskorts á íbúðarhúsnæði sem hefur leitt til þess að íbúðarverð og leiguverð hefur rokið upp. Í dag er verið að byggja um 1600 íbúðir en þörfin er 5000 þúsund íbúðir. Síðan koma fjárfestar og kaupa 9 af hverjum 10 íbúðum sem koma á markaðinn og unga fólkið og fyrstu kaupendur komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn m.a. vegna framboðsskorts og himinhárra vaxtakjara.“
Vilhjálmi líst alls ekki á blikuna.
„Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef gríðarlegar áhyggjur af komandi mánuðum enda sýnist mér að það stefni í brotlendingu í íslensku samfélagi ef ekkert verður að gert. Enda nægir að nefna að upp undir 300 milljarðar af óverðtryggðum föstum húsnæðisvöxtum heimilanna eru að losna á þessu ári með þeim afleiðingum að vaxtabyrði heimilanna er að aukast frá 70% til 100% á einni nóttu.“
Vilhjálmur segir að ef allt væri eðlilegt væri búið að kalla Alþingi saman til að fara yfir stöðuna enda er hún grafalvarleg og ábyrgð stjórnvalda á ástandinu mikil.
„Eitt er víst að okurvextir fjármálakerfisins eru svo sannarlega ekki að skila þeim árangri sem almenningi er „talinn“ trú um að þeir muni gera og það nema síður sé. Já, peningastefna Seðlabankans hefur beðið skipbrot og Alþingi getur ekki spókað sig í sumarfríi á með óveðursskýin hrannast upp eins íslenska sumarið í ár er búið að vera!“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf