fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjólreiðamann sem féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 17:36

Mynd: Faceook-síða Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynning barst til lögreglu og sjúkraflutningamanna á Húsavík laust eftir hádegi í um reiðhjólaslys við Jökulsárgljúfur. Þar hafði reiðhjólamaður fallið fram af kletti og þá hafði samferðamaður hans einnig slasast við að reyna að koma honum til aðstoðar.

Í færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að þar sem ljóst var í upphafi að erfitt gæti verið að komast til þessara aðila voru björgunarsveitir frá Húsavík, Kópaskeri og Mývatnssveit ræstar út og síðar var Akureyri bætt í þann hóp. Þá var óskað eftir aðstoð frá þyrlu LHG.

„Í ljós kom að þarna höfðu tveir hjólreiðamenn verið á leið sinni upp með Jökulsánni að vestanverðu þegar annar þeirra féll af hjóli sínu og fram af klettabrún og lenti í gróðri og grjóti þar neðan við, talsvert fall.  Viðkomandi aðili var með góðri meðvitund allan tímann en þurfti aðstoðar við.“ 

Sjúkraflutninga- og björgunarsveitarmenn voru komnir til hjólreiðamannanna um tveimur klukkustundum eftir útkall og hlúðu að þeim. Úr varð að þyrla LHG hífði þann slasaða upp til sín af þeim stað sem viðkomandi lá á í gróðrinum undir klettabeltinu.

Voru báðir hjólreiðamennirnir síðan fluttir með þyrlu LHG til Akureyrar til frekari aðhlynningar.

„Þökkum við öllum viðbragðsaðilum fyrir skjót og fagleg viðbrögð í verkefni þessu sem var við mjög krefjandi aðstæður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Julian McMahon látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“