fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Skemmtilegt utanvegahlaup í Dölunum á laugardag

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 17:40

Hlauparar bregða á leik í síðasta Pósthlaupi fyrir ári. Það stefnir í annað skemmtilegt hlaup í Dölunum á laugardag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pósthlaupið verður haldið á laugardag vestur í Dalabyggð. Þetta er skemmtilegt utanvegahlaup um fáfarnar slóðir í stórbrotinni náttúru. Það verður vel tekið á móti hlaupurum þegar þeir koma í mark. Boðið verður upp á veitingar í Búðardal, útdráttarverðlaun, fjölskyldufjör, hoppukastala, þrautabraut og ís frá Erpsstöðum svo eitthvað sé nefnt.

Hlauparar geta valið um þrjár vegalengdir, 7 km, 26 km eða 50 km. Yngsta kynslóðin og áhangendur hennar geta valið að fara Póststubbinn, 1,5 km skemmtiskokk í bænum og fá allir þátttakendur lítinn glaðning. Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni hlaup.is þar sem skráningin fer fram. Þátttökugjald rennur óskipt til Björgunarsveitarinnar Óskar og Ungmennafélagsins Ólafs pá í Búðardal. Afhending keppnisgagna er í versluninni Hlaupár, Fákafeni 11 í Reykjavík og á keppnisdag, nk laugardag 27. júlí, við pósthúsið í Búðardal.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf