fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Áhyggjur af steinryksmengun í Laugarneshverfi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fjölmiðlum í gær var greint frá vandræðum margra bíleigenda við Laugarnesveg og nágrenni vegna hvíts ryksalla sem lagst hafði yfir bíla þeirra og erfitt er að skola af.

Talið er fullvíst að rykið komi frá Kirkjusandi þar sem fyrirtækið  A.B.L. Tak vinnur að niðurrifi Íslandsbankahússins, en verkefnið er nú á lokametrunum.

Sjá einnig: Hvítt ryk hrellir bílaeigendur í nágrenni við niðurrifnu Íslandsbankabygginguna – „Bíllinn er allur þakinn“

Eigandi A.B.L. Tak, Andrés Lyngberg Sigurðsson, sagði í viðtali við DV í gær að hann teldi rykið ekki vera vandamál. „Það getur vel verið að þetta komi frá okkur en það á að vera einfalt að þrífa það. Bílarnir okkar eru í ryki líka en við þvoum þá bara á næstu stöð. Ef menn geyma það í viku, tíu daga þá er það verra. þetta er ekkert mál.“

Íbúar hafa hins vegar áhyggjur af því að rykmengunin í hverfinu kunni að vera heilsuspillandi enda er vitað að byggingin sjálf var full af myglu og raka, auk þess sem sementsryk þykir ekki vera hollt.

Í útboðsgögnum með verkinu er lögð áhersla á að verktakinn uppfylli öryggiskröfur, ekki síst þegar kemur að ryki. Á einum stað í útboðgögnunum segir orðrétt:

„Hindra þarf ryk frá framkvæmdasvæði. Öll steinefni, steypu, múrbrot o.fl. skal úða með vatni við niðurbrot til að koma í veg fyrir rykmyndun (nr. 787/1999 5. gr. ). 

 Verktaki ber ábyrgð á að halda vinnusvæðinu hreinu og þrifalegu og skal sjá um að öllu sorpi sé fargað jafnóðum út allan verktímann. Lögð er sérstök áhersla á að verktaki haldi svæðinu snyrtilegu og öruggu. Viðhafðar verða vinnuaðferðir og verkfæri notuð sem hafa sem minnsta rykmyndun í för með sér. 6 KAFLI 1 VERKLÝSING NIÐURRIF BYGGINGAR Byggingarefni inni í rýmum verður úðað með fínni þoku af sótthreinsandi efni með því að nota handdælusprautur með vetnisperoxíði áður en steypa eða önnur byggingarefni eru fjarlægð. Einnig þarf að úða með vatni og bleyta á meðan niðurrif stendur til að lágmarka hreyfingu á ryki, efnum og örverum í lofti. Starfseminni skal hagað þannig að hún valdi hvorki nágrönnum né fólki í nærliggjandi húsakynnum óþægindum vegna fjúkandi úrgangs, lyktar, ryks, hávaða eða annars ónæðis. (nr. 830/2022, sbr. 550/2018). 

 Lágmarka skal rykmyndun við niðurrif á framkvæmdasvæðinu öllu svo og við brottflutning úrgangs eftir því sem við á, m.a. með skolun hjólbarða vöruflutningabifreiða í hvert sinn sem framkvæmdasvæði er yfirgefið (nr. 787/1999 5. gr.).“

Eftirlitsaðilinn hefur fengið kvartanir

Eftilitsaðili með verkefninu er Dynja. DV sendi þangað fyrirspurn í gær og spurði hvernig rykmengunin horfði við eftirlitsaðilanum. Til svara var Samúel Guðmundsson byggingatæknifræðingur sem skrifaði:

„Við erum meðvitaðir um kvartanir frá íbúa vegna ryks við niðurrifið. Vélar verktaka eru búnar vatnsúðakerfi til að lágmarka rykmengun eins og tilskilið er fyrir rif steinsteypu. Ekki er mögulegt að koma að fullu í veg fyrir rykmengun frá framkvæmdum sem þessum. Nokkuð hvass vindur var í dag og því er mögulegt að ryk hafi borist meira um svæðið þess vegna.

Framkvæmdum er að ljúka á næstum vikum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti