fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Snorri vekur athygli á óvenjulegu stríði Krónunnar og Bónus – „Greinilega er Bónus í ákveðinni örvæntingu með þetta”

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 22. júlí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Másson, ritstjóri með meiru, benti á heldur óvenjulega auglýsingaherferð verslunarkeðju Bónus sem neytendur hafa mögulega tekið eftir. Er um að ræða auglýsingu sem virðist beinast að nýlegum auglýsingum Krónunnar, helsta samkeppnisaðalinum, um ódýrar vörur. Bendir Snorri á að markaðsherferð Krónunnar virðist hafa pirrað Bónus sem hafi svarað fyrir sig með þessum hætti.

Snorri fjallaði um málið í skemmtilegri færslu á Tiktok-síðu sinni fyrr í dag.

@snorrimassonBónus fer venjulega alls ekki í svona auglýsingaherferðir 🤔

♬ original sound – Snorri Másson ritstjóri

 

„Bónus fílar þetta greinilega ekki. Það er ný herferð, meiriháttar herferð, í öllum fjölmiðlum núna þar sem gaur er að setja ódýrt miða á allar vörurnar í Bónus,” segir Snorri og hefur greinilega gaman að. Birtir hann svo brot úr auglýsingu lágvöruverslunarrisans, þar sem Sigurjón Kjartansson leikur lykilhlutverk, máli sínu til stuðnings.

„Þetta er áhugavert. Fyrst þegar ég sá auglýsingarnar hjá Krónunni þá hugsaði ég þetta er sniðugt en þetta getur ekki haft það mikil áhrif en greinilega er Bónus í ákveðinni örvæntingu með þetta,” segir ritstjórinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Elliði hló upphátt þegar hann las frétt Morgunblaðsins í morgun

Elliði hló upphátt þegar hann las frétt Morgunblaðsins í morgun
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“
Fréttir
Í gær

Leyniskytta skaut að minnsta kosti þrjá til bana í Dallas

Leyniskytta skaut að minnsta kosti þrjá til bana í Dallas
Fréttir
Í gær

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lá í blóði sínu á hjólastíg og hjálmurinn mölbrotinn – „Hættulegustu farartækin í umferðinni“

Lá í blóði sínu á hjólastíg og hjálmurinn mölbrotinn – „Hættulegustu farartækin í umferðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkur á eldingaveðri á sunnanverðu landinu í dag

Líkur á eldingaveðri á sunnanverðu landinu í dag