fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Diljá spyr hvort aðeins fólk með réttar skoðanir megi tala um kynbundið ofbeldi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. júlí 2024 13:30

Diljá Mist - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal sem Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, veitti hlaðvarpinu Ein pæling hefur dregið dilk á eftir sér og vakið harða gagnrýni.

Vísir endursagði viðtalið í síðustu viku. Diljá sakar feminista um að hræsni hvað varðar kynbundið ofbeldi meðal innflytjenda og leggur þar sérstaklega áherslu á heiðursofbeldi og kynfæralimlestingar. Hún hefur af þessum ástæðum verið sökuð um útlendingaandúð. Baráttukonan María Lilja Þrastardóttir sagðist í skoðanagrein á Vísir.is að Diljá sjálf gerði sig seka um hræsni. Sakaði hún Diljá um að tala af vanþekkingu um málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi. María skrifar:

„Þar kyndir Diljá viljandi undir fordóma gagnvart múslimum í samfélaginu og fullyrðir að innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi. Það er beinlínis ósatt því skv. skýrslu Ríkislögreglustjóra um fjölda tilkynninga til lögreglu vegna heimilisofbeldis og ágreinings milli skyldra/tengdra aðila fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins fækkar tilkynntum brotum um rúm 9 prósent. Þá er jafnframt tekið fram að í alvarlegri heimilisofbeldismálum þar sem lífi og heilsu árásarþola í nánum samböndum var ógnað fækkar talsvert eða í fimmtán talsins á tímabilinu en það eru helmingi færri en meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan.“

Í svargrein sinni segir Diljá hins vegar að hún hafi hvergi sagt að innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi.

Í viðtali við Bylgjuna í morgun leiðir Diljá líkur að því að sumir hafi það viðhorf að fólk sem ekki er með réttu skoðanirnar megi ekki tjá sig um kynbundið ofbeldi. Varðandi þá gagnrýni að hún einblíni um of á erlenda gerendur bendir Diljá á að Kvennaathvarfið, sem m.a. hefur beint gagnrýni að málflutningi Diljárs, hafi haldið ráðstefnu um ofbeldi innan fjölskyldna af erlendum uppruna. Þar hafi spjótum sérstaklega verið beint að kynfæralimlestingum og heiðursofbeldi. „Ég hef óskað eftir svari frá Kvennaathvarfinu um hvor það hafi orðið einhver stefnubreyting hjá þeim í þessum efnum.“

Diljá sagði ennfremur á Bylgjunni:

„Hverjir mega þá taka upp þessi mál ef forrmaður utanríkismálanefndar, fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sem er reyndar líka lögmaður með margra ára reynslu af meðal annars réttindagæslu í ofbeldismálum – ef hún má ekki taka þetta upp þá væri nú gott að fá að heyra frá þessum blessuðum konum hver það er sem má ræða þessi mál.

Ég verð bara að segja að mér fannst virkilega lélegt að verið væri að reyna að gera mín störf tortryggileg, konu sem gegnir þessu embætti, og ég hef verið að taka upp málefni kvenna, reyndar mjög í gegnum utanríkismálin eins og ég var að gera í þessum hlaðvarpsþætti  – ég hefði búist við stuðningi frá þessum konum, ekki einhverju ímynduðu niðurrifi.“

Diljá segist hafa reynt að vekja athygli á hættunni af því að tilteknar tegundir kynbundins ofbeldis berist hingað til lands í gegnum innflytjendur. „Þetta er eitthvað sem ríkislögreglustjóri hefur verið að tala um, dómsmálaráðherra hefur verið að tala um, frjáls félagasamtök hafa verið að tala um, svo tek ég það upp og þá fæ ég þessi viðbrögð,“ segir Diljá, ósátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti