fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 18:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staða grunnskóla landsins hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Námsárangur fer versnandi samkvæmt könnunum PISA en þetta endurspeglast ekki í raunverulegum einkunnum nemenda sem bendir til einkunnarverðbólgu. Sérstakar áhyggjur eru af stöðu drengja í menntakerfinu.

Margir telja ljóst að grunnskólakerfið sé ekki að virka sem skildi og hafa sveitarfélög á borð við Kópavog boðað til aðgerða.

Sjá einnig:Ásdís segir skorta marktækan mælikvarða á námsárangri grunnskólabarna – Einkunnaverðbólga þvert á PISA niðurstöður

Frétt sem birtist í dag hjá mbl.is er í þessu ljósi sérstaklega neyðarleg fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið. Mbl.is greinir frá því að samkvæmt áformum um breytingu á lögum um grunnskóla, sem eru nú til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda, er gert ráð fyrir að nýtt námsmat, svokallaður matsferill, verði tilbúinn til notkunar í byrjun árs 2025. Hins vegar segi forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu að hluti matsferils verði ekki tilbúinn fyrr en í fyrsta lagi skólaárið 2026-2027.

Miðillinn leitaði svara hjá ráðuneyti en spurnarefni var drepið á dreif

Sumarið 2022 var ráðherra heimilað að fresta samræmdum prófum til ársloka 2024. Nú sé ráðherra að óska eftir heimild til að leggja samræmd könnunarpróf niður til frambúðar og nota þeirra í stað nýtt námsmat sem verður ekki tilbúið fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár.

Ráðuneytið segir í svörum sínum að áform um lagabreytingu séu ekki fullmótuð og geti tekið breytingum. Ráð var gert fyrir að matstæki yrð tilbúið til notkunar í byrjun árs 2026 og ráðuneytið leggi áherslu á að ljúka innleiðingu eins hratt og kostur er. Vinna við ólíka hluta matsferils sé mislangt á veg komin og verði innleidd í skrefum.

Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar boðaði til stórsóknar í menntamálum með áherslu á að efla. menntun í landinu með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar að leiðarljósi. Kjörtímabilinu lýkur á næsta ári.

Ásmundur Einar Daðason sagði í samtali við mbl.is að ekki sé til skoðunar að taka aftur upp samræmd próf þó að ljóst sé að minnst sex ár muni líða án samræmdrar mælingar á námsárangri íslenskra grunnskólabarna á landsvísu.

Samkvæmt þessu nýja námsmati þá verður það valkvætt. Sveitarfélög og skólastjórnendur, jafnvel ráðherra, geta því ákveðið hvort og þá hvaða próf nemendur þurfa að taka. Óheimilt verður að birta opinberlega niðurstöður einstakra skóla eða sveitarfélaga svo ekki verður hægt að gera samanburð þar á milli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“