fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. júlí 2024 11:03

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur hefur verið kveðinn upp yfir Sýrlendingnum Mohamad Kouraini í Héraðsdómi Reykjaness. Kouraini var ákærður fyrir manndrápstilraun og lífshættulega hnístunguárás á tvo menn í versluninni OK Market í marsmánuði síðastliðnum og fleiri ofbeldisbrot. Hann er margdæmdur ofbeldismaður og hefur stundað að ofsækja og áreita í sífellu einstaklinga sem hann fær á heilann, meðal annars Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara.

Mál Kourainis hefur vakið umræðu um útlendingalög en hann nýtur alþjóðlegrar verndar hér á landi. Ekkert í lögum heimilar að honum verði vísað úr landi vegna afbrota sinna en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað lagabreytingu í þá veru með haustinu.

Sjá einnig: Kona varð að ganga með neyðarhnapp árum saman vegna ofsókna Kourani – „Varð óvinnufær með öllu“

Við þingsetningu málsins gegn Kourani í Héraðsdómi Reykjaness hótaði hann dómara, lögreglumönnum, eigin lögmanni, túlki og fleira starfsfólki dómsins lífláti. Við aðalmeðferð málsins hafði hann í hótunum við blaðamann DV sem leiddi til þess að dómari setti ofan í við hann.

Sjá einnig: Réttarhöld yfir Mohamad Kourani – Reyndi að svipta mann lífi í OK Market – „Ég gerði ekki neitt“

Það var Jónas Jóhannsson héraðsdómari sem kvað upp dóminn yfir Kourani. Nokkrir blaðamenn og ljósmyndarar voru viðstaddir. En sakborningurinn sjálfur mætti ekki fyrir dóm.

Jónas dæmdi Kourani í 8 ára fangelsi og til greiðslu miskabóta til handa þolendum hans. 

Þarf hann að greiða einum þolanda 1,5 milljónir króna í  miskabætur og öðrum 750 þúsund krónur.

Kourani er auk þess dæmdur til að greiða rúmlega 4,8 milljónir króna í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA