Viðar Geir Skjóldal varð bráðkvaddur á heimili sínu í Torrevieja á Spáni síðastliðinn sunnudag, aðeins 39 ára að aldri.
Viðar Geir sló í gegn á samfélagsmiðlinum Snapchat á árunum 2017-2018 undir notendanafninu Enski boltinn og var hann í kjölfarið þekktur undir viðurnefninu Enski.
Sjá einnig: Viðar Geir Skjóldal látinn – Varð bráðkvaddur á Spáni aðeins 39 ára að aldri
Viðar Geir lætur eftir sig eiginkonu, Helgu Kristínu, 15 ára dóttur og þrjú börn Helgu Kristínar.
„Hann sá ekki sólina fyrir mér og setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti og var með einstaklega fallegt hjarta,“ segir Helga Kristín í samtali við DV.
Söfnun er hafin fyrir Helgu og börnin þeirra, en fjölskyldan er að flytja aftur heim til Íslands.
„Þetta er mikið áfall fyrir fjölskylduna sem kemur til landsins í nótt og er aleiga þeirra 10 ferðatöskur af fötum. Þau eiga gott bakland og verða þau hjá fjölskyldu sinni þangað til að þau fá húsnæði. Það er erfitt að byrja upp á nýtt og í öðru landi, einnig getur því fylgt hár kostnaður þegar dauðsfall verður í öðru landi og langar mig að biðja ykkur kæra fólk um deila þessu áfram,“ segir Linda Jóhannsdóttir sem búsett er í Alicante í færslu um söfnunina.
Reikningurinn er á nafni Helgu og hér gildir að vanda að margt smátt gerir eitt stórt:
Kennitala: 080187-3009
Reikningur: 2200-26-080187
„Þetta var virkilega góður drengur. Hann átti eina dóttur, 15 ára, fyrir. Og svo átti Helga Kristín kona hans þrjú börn sem hann gekk í föðurstað,“ segir Viðar Gunnarsson faðir Viðars í samtali við Vísi á föstudag. Viðar Geir lést í svefni aðfararnótt sunnudagsins, vaknaði ekki þá um morguninn og þótti konu hans það skrítið því hann var yfirleitt alltaf fyrstur á fætur.