fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Jón Einar sakfelldur fyrir að dreifa höfundarréttarvörðu efni Stöðvar2

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 17:30

Sýn hafði betur gegn Jóni Einari Eyjólfssyni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Jón Einar Eysteinsson í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í heimildarleysi dreift höfundarréttarvörðu efni Stöðvar 2. Sjónvarpsstöðin ákvað að höfða einkarefsimál á hendur Jóni Einari og fékk viðurkenningu á bótaskyldu hans að auki.

Sjá einnig: Áfangasigur fyrir Sýn í höfundarréttarmáli gegn Jóni Einari – Sagðist hjálpa gamla fólkinu á Spáni

Jón Einar var sakfelldur fyrir að hafa streymt læstum sjónvarpsstöðvum frá árinu 2021 í gegnum síðuna www.iptv-ice.com og rukkað gjald fyrir. Þannig hafi hann valdið fyrirtækinu verulegum fjárhagslegum skaða. Segir í fréttatilkynningu að Stöð2 muni í framhaldinu sækja rétt sinn til bóta og er talið að sú krafa geti numið tugum milljóna króna.

Jón Einar neitaði sök í málinu og líkti starfsemi sinni við einskonar góðgerðarstarf. Hann væri að hjálpa gömlu fólki á Spáni við að ná íslensku stöðvunum, aðallega þó RÚV og erlendum sjónvarpsstöðum. Þá hafi hann aðeins skaffað sjónvarpslykla gegn þóknun til að gera fólki kleyft að ná tengingu við tvær erlendar sjónvarpsveitur, þar sem hægt er að ná íslensku stöðvunum, og ekki hafi verið sýnt fram á það þær borguðu ekki Stöð2 áskriftagjald. Sjónvarpsstöðin ætti því að eltast við sjónvarpsveiturnar en ekki hann.

Héraðsdómur féllst ekki á málsvörn Jóns Einars og sakfelldi hann eins og áður segir. Var honum, auk áðurnefndra refsinga, gert að greiða 1 milljón króna í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“