fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Iðnver gerir stóran samning við VSV

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 15:45

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Iðnver, og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri VSV, handsala samninginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Iðnver hefur gert samning upp á annaðhundrað milljónir króna við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum (VSV) um sölu og þjónustu á vélasamstæðum frá Huber Technology sem mun hreinsa allt frávatn frá uppsjávarhúsi, hvítfiskvinnslu og loðnubræðslu félagsins. Afkastagetan er um 400M3 á klst.

Í tilkynningu segir að Mmarkmiðið með hreinsuninni er að auka verðmætasköpun hjá VSV en með því að bæta frárennslibúnað er hægt að nýta betur auðlindir félagsins. Með vélbúnaði frá Huber verður hægt að ná sem mestu af próteini úr frávatninu og endurnýta það í bræðslunni. Um verulegt magn er að ræða sem verður hægt að gera verðmæti úr sem annars færu til spillis. Nútímakrafa er að fyrirtæki fjárfesti í aukinni sjálfbærni í sínum rekstri sem stuðlar að aukinni verðmætasköpun að sögn Péturs Blöndal, framkvæmdastjóra Iðnver, en fyrirtækið býður upp á fjölbreyttar vörur fyrir sjávarútvegs- og iðnfyrirtæki.

„Það er afar ánægjulegt að ná þessum stóra samningi við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum sem er leiðandi fyrirtæki í sjávarútvegi. VSV hefur ávallt lagt mikla áherslu á gæði afurða sinna sem eru seldir á mörkuðum víða um heim,“ segir Pétur. 

Vélasamstæða frá Huber Technology sem VSV kaupir frá Iðnver.

Iðnver gerði nýverið samning við þýska fyrirtækið Huber Technology um að gerast umboðsaðili þess á Íslandi. Huber sérhæfir sig í nýsköpun og tækninýjungum fyrir skólp og iðnaðarskólp en þetta er í fyrsta skipti sem vörur fyrirtækisins eru til sölu á Íslandi. ,,Við finnum strax fyrir miklum áhuga og eftirspurn frá íslenskum fyrirtækjum á vörum frá Huber. Það kemur raunar ekki á óvart enda er þetta byltingarkenndur tæknibúnaður og vörur sem fyrirtækið er að bjóða upp á í tengslum við skólp og allt sem því viðkemur. Það er margt spennandi í gangi hjá Iðnver um þessar mundir,“ segir Pétur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“