fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fréttir

Flokkur fólksins gagnrýnir ófremdarástand í bílastæðamálum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flokkur fólksins hefur harðlega mótmælt versnandi aðgengi og stækkandi gjaldsvæðis sem kemur verst niður á þeim sem lengra koma frá.

DV fjallaði í gær um grein Aldísar Þóru Steindórsdóttur sem segir föður sinn, sem býr í félagslegu húsnæði í miðbænum, hafa sótt um flutning úr miðbænum eingöngu vegna þess að bílastæðamálin hafa gríðarleg áhrif á hann og aðstandendur hans. Hún hafi reynt að leita svara við þessu hjá Reykjavíkurborg en án árangurs.

Sjá einnig: Aldís segir föður sinn þurfa að flýja miðbæinn vegna mismununar borgaryfirvalda

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram bókun um bílastæðamálin þann 12. júní síðastliðinn á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs undir liðnum: Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi tillögu að breytingu á gjaldsvæðum bílastæða Reykjavíkurborgar:

„Flokkur fólksins hefur gagnrýnt það ófremdarástand sem ríkir í bílastæðamálum borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur stóraukið gjaldtöku fyrir bílastæðaafnot og stækkað gjaldtökusvæði. Búið er að hækka gjaldskrár og lengja gjaldskyldutímann til kl. 21 alla daga vikunnar. Gjaldskylda er nú einnig á sunnudögum. Frumskógur innheimtuleiða kemur illa niður á neytendum. Bílastæðum fækkar án þess að því sé mætt með bættum almenningssamgöngum. Engin þörf er á að rukka fyrir bílastæði sem eru tóm um helgar, á kvöldin og á nóttunni. Tilgangurinn virðist sá einn að hafa fjármuni af bílaeigendum. Þessi fjölgun gjaldskyldusvæða leiðir til ásóknar í gjaldfrjáls stæði í grónum hverfum sem skapar óþægindi fyrir íbúa þar. Skortur er á upplýsingagjöf um verðlagningu og lengd gjaldtökutíma á einkastæðum. Ekkert þak eða hámark er á upphæð bílastæðagjalda eða svokallaðar þjónustu-eða vanræksluinnheimtur. Gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum í einkaeigu lyktar af græðgi. Dæmi eru um að klukkutíminn kosti 1000 kr. á bílastæðum þar sem innheimt allan sólarhringinn alla daga ársins. Eitt af hlutverkum sveitarfélaga er að gæta hagsmuna neytenda varðandi mögulega óréttmæta viðskiptahætti. Fjölmargir bílaeigendur lenda í því að fá ranglega kröfu um vanrækslugjöld vegna þess að þeir greiddu ekki fyrir rétt stæði eða voru ekki með rétt smáforrit. Þessi bílastæðagjöld eru algjör frumskógur fyrir neytendur.“

 

Kolbrún Baldursdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjöldi fólks varð strandaglópar í Búdapest þegar flug Wizz air féll niður – Maður í hjólastól lofar viðbrögð Íslensku Klíníkurinnar

Fjöldi fólks varð strandaglópar í Búdapest þegar flug Wizz air féll niður – Maður í hjólastól lofar viðbrögð Íslensku Klíníkurinnar
Fréttir
Í gær

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strandamenn óhamingjusamastir en Skagfirðingar ánægðastir með lífið

Strandamenn óhamingjusamastir en Skagfirðingar ánægðastir með lífið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umboðsmaður Alþingis skipar lögreglu að afhenda Tómasi sjálfsvígsbréf sonar hans – Neita að afhenda það

Umboðsmaður Alþingis skipar lögreglu að afhenda Tómasi sjálfsvígsbréf sonar hans – Neita að afhenda það
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tæknibilun í vírusvarnarhugbúnaði virðist hafa valdið ringulreið á heimsvísu – „Jæja, þá kemst maður kannski ekki heim“

Tæknibilun í vírusvarnarhugbúnaði virðist hafa valdið ringulreið á heimsvísu – „Jæja, þá kemst maður kannski ekki heim“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn lítillega slasaður eftir sprengingu í Leifsstöð

Einn lítillega slasaður eftir sprengingu í Leifsstöð