fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Auglýsa að starf forstjórans verði lagt niður á meðan hann reynir að landa heimsmeistaratitli í Póllandi

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 13:00

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið hef­ur birt til um­sagn­ar á Samráðsgátt stjórnvalda áform um að fella úr gildi sér­stök lög um Banka­sýslu rík­is­ins. Með laga­breyt­ing­un­um yrðu verk­efni stofn­un­ar­inn­ar flutt til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Heimildin greindi fyrst frá.

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, er á sama tíma staddur í Kraká í Póllandi þar sem hann gegnir hlutverki liðstjóra íslenska landsliðsins sem gerir harða atlögu að heimsmeistaratitli á HM öldungasveita. Sveitina skipa stórmeistararnir Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson, Jón L. Árnason og Þröstur Þórhallsson. Hefur Ísland leitt keppnina nánast allt mótið en sár ósigur í gær gegn sveit Bandaríkjanna gerði það að verkum að liðið féll niður í annað sætið fyrir lokasprettinn. Þurfa Jón Gunnar og hans menn því að bíta í skjaldarrendur, gera sitt og vona að Bandaríkjamenn misstígi sig.

Jón Gunnar stendur í ströngu í Kraká ásamt íslensku skákgoðsögnunum

Kemur forstjóranum varla í opna skjöldu

Það er þó ólíklegt að auglýsing ráðuneytisins muni koma Jóni Gunnari í opna skjöldu og trufla hann við liðsstjórastörfin. Ríkisstjórn Íslands lýsti því yfir fyrir meira en tveimur árum síðan að til stæði að leggja stofnunina niður. Jón Gunnar er eini starfsmaður stofnunarinnar í dag og hefur stofnunin að „mestu lokið verkefnum sem henni var ætlað og ekki þykir forsvaranlegt að starfrækja hana lengur,“ eins og segir í skjali ráðuneytisins.

Jón Gunnar var skipaður í forstjórastólinn í lok árs 2011 en helsta verkefni Bankasýslunnar hefur verið að halda utan um eignarhlut ríkisins í viðskiptabönkunum þremur. Gustað hefur um Jón Gunnar í starfi sínu, sér í lagi í tengslum við umdeildu útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022. Var útboðið úthrópað sem sögulegt klúður og varð það meðal annars til þess að Birna Einarsdóttir, bankastjóri bankans, vék úr starfi ásamt fleiri stjórnendum bankans.

Þrátt fyrir það hefur Jón Gunnar hvergi hvikað í þeirri sannfæringu sinni að um farsælasta útboð Íslandssögunnar sé að ræða. Hvað sem líður yfirvofandi atvinnumissi forstjórans þá liggja skákáhugamenn landsins á bæn um að þessi staðfesta og baráttugleði Jóns Gunnars í erfiðri stöðu geti hjálpað landsliðinu að gullinu í Kraká.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi