fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Átökin í Rangárþingi – Fékk gröfuskófluna í höfuðið og sonur hans náði í haglabyssuna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 8. júlí 2024 17:30

Sérsveitin að störfum, Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er rangt, það var engum skotum hleypt af,“ segir Finnbogi Jóhann Jónsson, ábúandi og landeigandi að Hala í Háfshverfi í Rangárþingi, um deilur við nágranna sinn að Háfi í Háfshverfi. Sérsveit lögreglunnar hafði afskipti af deilum mannanna um helgina og var Finnbogi og annar maður handtekinn.

Upp úr sauð þegar sonur landeigandans að Háfi var að grafa skurð með skurðgröfu á landsvæði sem Finnbogi vill meina að tilheyri Hala. DV spurði hvort farið hafi verið offari með því að senda sérsveit Ríkislögreglstjóra á vettvang og sagði Finnbogi hafa skilning á því:

„Þeir segja að þetta sé verklag hjá sér en þeir fá upplýsingar um að það hafi verið skotið svo ég skil þá alveg.“ Hins vegar hafi engum skotum verið hleypt af.

„Sonur minn gerir það sem ég sagði honum að gera ekki, hann fer inn í bíl og sækir haglabyssuna. Það voru mistökin sem hann gerir, hann verður að bíta í það súra epli og það verða eftirmálar af því.“

Fékk gröfuskóflu í höfuðið

Finnbogi segir að gröfumaðurinn hafi sett skófluna í höfuð honum og þess vegna hafi hann sjálfur hringt í lögregluna. „Ég slapp betur en á horfðist en er aðeins aumur því ég datt aftur fyrir mig. Er aðeins aumur í öxlinni og hálsinum en betri í dag.“

Hann segir engar sættir mögulegar í deilunni og málið fari bara í sinn farveg. „Þegar þú stelur landi þá sættist enginn við þig. Í gegnum tíðina hef ég verið að reyna að fá hann til að fara í mál við mig en hann vill ekki fara í mál, hann vill bara djöfast. En í dag þurfa svona mál ekki að ske. Af því það eru lög í landinu. Ef þú ætlar að grafa skurð sem er bara 400 metrar eða lengri eða hefur áhrif á tvo hektara, þá þarfu að hafa leyfi fyrir því frá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins og þá verður byggingarfulltrúinn að kynna sér hver á landið og um hvað málið snýst og hvar verið er að grafa. Lögfræðingurinn minn segir að í raun og veru þurfi þetta ekki að ske ef mann vinna vinnuna sína bara og fara að lögum en sveitarfélögin gera það ekki, þau yppta bara öxlum og segja að það hafi ekki verið farið eftir þessum lögum. En til einhver eru lög sett,“ segir Finnbogi og staðhæfir að nágranni hans sé að grafa skurð á hans landi.

Deilan er í hnút og ómögulegt að segja hvenær sýður upp úr aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“