fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Adam fékk þriggja ára dóm fyrir fíkniefnasmygl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 8. júlí 2024 11:00

Frá Litla Hrauni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Adam Benito Pedie hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Adam virðist ekki hafa íslenska kennitölu en þann 17. desember í fyrra fékk hann konu til að flytja hingað til lands tæplega 300 g af kókaíni og um 615 g af ketamíni með farþegaflugi. Konan valdi fíkniefnin innvortis og í fatnaði.

Þann 21. desember 2023 flutti önnur kona fíkniefni til landsins fyrir Adam með flugi, 124 g af kókaíni og rúmlega 230 g af ketamíni. Konan faldi fíkniefnin innvortis og hugðist afhenda Adam þau við komuna til landsins. Í báðum tilvikum fundust fíkniefni við röntgenskoðanir á konunum á flugvellinum.

Þriðja brotið varðar fíkniefnasendingu á pósthús en þangað lét Adam senda rúmlega 860 af ketaónmi en lögreglumenn stöðvuðu sendinguna á pósthúsinu. Þetta gerðist þann 8. janúar síðastliðinn.

Adam var einnig ákærður fyrir að hafa framvísað fölsuðum frönskum skilríkjum og fyrir að hafa fíkniefni undir höndum.

Adam neitaði sök í málunum, kannaðist við að hafa átt í samskiptum við konunar en neitaði því að hafa látið þær flytja fíkniefni fyrir sig landsins. Dómara þótti næg sönnunargögn liggja fyrir til að geta sakfelld Adam í öllum fimm ákæruliðunum. Hann hefur segið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni síðan 8. janúar og dregst sá tími frá refsingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“