fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Ung móðir varð fórnarlamb sumarlokana – „Fólk deyr á biðlistum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 11:30

Meðferðarstöðin Vík en móðirin unga var á biðlista þar. Mynd: Vefur SÁÁ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í myndbandi á Facebook-síðu Viðreisnar segir Sigmar Guðmundsson þingmaður flokksins sorgarsögu af ungri konu sem var tveggja barna móðir og glímdi við fíknisjúkdóm en var sett á biðlista á meðferðarstöðinni Vík, vegna sumarlokana. Í kjölfarið lést móðirin unga.

Vík, sem er staðsett á Kjalarnesi, er rekin af SÁÁ en á vef samtakanna segir meðal annars um þessa meðferðarstöð að meðferð þar taki við eftir að afeitrun á Vogi sé lokið og lágmarksjafnvægi náð. Þar sé boðið upp á sérhæfð meðferðarúrræði.

Sigmar Guðmundsson hefur látið málefni einstaklinga með fíknisjúkdóma sig varða og gagnrýnt mjög að dæmi sé um að þjónusta meðferðarstofnana sé skert á sumrin. Hefur þingmaðurinn meðal annars minnt á að fíknisjúkdómar fari ekki í sumarfrí.

Í myndbandinu segir Sigmar:

„Síðasta haust þá dó ung kona úr fíknisjúkdómnum. Hún átti tvö börn undir 6 ára aldri. Hún var að bíða eftir því að komast í eftirmeðferð á Vík. Hún var fórnarlamb sumarlokana. Sumarlokanir lengja biðlista og fólk deyr á biðlistum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið