fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Hólmfríður: „Þetta er ekki dagur sem ég mun gleyma í bráð“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. júní 2024 07:35

Morgunblaðið. Mynd: Press.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Menn gerðu sér snemma grein fyr­ir því að staðan væri al­var­leg,“ segir Hólmfríður María Ragnhildardóttir, fréttastjóri á Morgunblaðinu, í frétt mbl.is í morgun.

Netárás var gerð á Morgunblaðið í gær með þeim afleiðingum að mikið magn gagna var tekið í gíslingu. Lá fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, niðri frá klukkan 17 í gær til klukkan 20 og þá var ekki hægt að vinna í ritstjórnarkerfi Morgunblaðsins og útsendingar K100 lágu niðri.

„Öll gögn voru í reynd tek­in og dul­kóðuð, bæði af­rit og gögn sem unnið er með dags dag­lega. Það á við um öll tölvu­kerfi Árvak­urs,“ seg­ir Úlfar Ragn­ars­son, for­stöðumaður upp­lýs­inga­tækni­sviðs Árvak­urs, í frétt mbl.is og segir hann að staðan sé grafalvarleg og eiginlega eins slæm og hún getur orðið.

Rússneskur hópur hakkara, sem kallar sig Akira, er sagður standa á bak við árásina en talið er hann hafi einnig verið á bak við árásir á tölvukerfi Háskólans í Reykjavík og tölvukerfi bílaumboðsins Brimborgar.

Hólmfríður var í vinnu í gær þegar hún fór að taka eftir hökti í tölvukerfinu upp úr hádegi. Þegar hún hafði samband við tölvudeildina voru menn nýbúnir að gera sér grein fyrir því að um netárás væri að ræða.

„Alla jafna er fá­mennt hér í Há­deg­is­mó­um á sunnu­dög­um en nú var húsið allt í einu fullt af fólki. Menn gerðu sér snemma grein fyr­ir því að staðan væri al­var­leg,“ segir Hólmfríður en blaðamenn héldu áfram vinnu sinni utan kerfis ef úr rættist. „Þetta er ekki dagur sem ég mun gleyma í bráð,“ segir hún við mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands