fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Vilhjálmur segir svar Hildar í gærkvöldi stórfurðulegt – Trúverðugleikanum endanlega sturtað niður í holræsið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. júní 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að viðtal sem tekið var við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hafi verið áhugavert.

„Það var stórfurðulegt svar sem kom frá þingflokksformanninum þegar hún var spurð út í vantrauststillögu sem lögð hefur verðið fram á hendur matvælaráðherra og kemur til afgreiðslu á þinginu á morgun,“ segir Vilhjálmur en svar Hildar var á þá leið að tillagan yrði felld og engar áhyggjur þyrfti að hafa af því.

„Enda er þessi tillaga pólitískt leikrit,“ sagði Hildur og bætti við að ríkisstjórnin myndi ekki láta stjórnarandstöðuna stilla sér upp við vegg með svona „furðutillögu“.

Vilhjálmur hefur sterkar skoðanir á málinu enda eru skjólstæðingar Verkalýðsfélags Akraness í vinnu hjá Hval hf.

„Ja hérna, er það orðið pólitískt leikrit að ráðherrar fari eftir lögum sem og atvinnufrelsi einstaklinga og fyrirtækja? Hvað með ályktun flokksráðs sjálfstæðismanna frá því fyrra þar sem þáverandi matvælaráðherra var harðlega gagnrýnd og talað um gróf stjórnsýslubrot ráðherrans. Gleymum ekki heldur ályktun þingflokks Sjálfstæðisflokksins það sem talað var um gróf lögbrot, meðalhófs ekki gætt og ákvæði í stjórnarskrá virt að vettugi,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni og bætir við:

„Núna þegar sama lögbrotið á sér stað þá er talað um pólitískt leikrit og furðutillögu. Mér sýnist að trúverðugleika þingflokks sjálfstæðismanna verði endanlega sturtað niður í holræsið þegar þeir munu sjá til þess að matvælaráðherra þurfi ekki að bera neina ábyrgð,“ segir Vilhjálmur og bætir við að málið snúist ekki bara um hvalveiðar.

„Þetta snýst [um] að ráðherrar misbeiti ekki valdi sínu gegn fyrirtækjum og þegnum þessa lands í pólitískum tilgangi. Lög eru lög og eiga að gilda fyrir alla í þessu landi, líka ráðherra!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík